Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 21:56 Hallbera segir að Valskonur hafi ekki ætlað að slaka á í seinni hálfleiknum gegn Stjörnukonum í kvöld. vísir/vilhelm Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26