Bætti á sig 20 kg á níu mánuðum og hefur aldrei slegið lengra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 15:30 Bryson DeChambeau bregður á leik með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna Rocket Mortgage Classic mótið. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira