Gerðu sér ekki grein fyrir því hvernig ÍE hygðist nota hnappinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 10:31 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vísir/Samsett Persónuvernd gerði sér ekki grein fyrir að til stæði að Íslensk erfðagreining (ÍE) hygðist hvetja til þátttöku í rannsókn sinni í vor með því að almenningur deildi niðurstöðum persónuleikaprófs á Facebook. Persónuvernd hyggst framvegis taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort notast verði við samfélagsmiðla með einhverjum hætti. Þetta kemur fram í bréfi stofnunarinnar til ÍE sem birt var á föstudag. Kári sjálfur ráðlagði engum að deila niðurstöðunum Tugir þúsunda Íslendinga þreyttu persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar sem fór í loftið í febrúar. Rannsókninni var ætlað að afla skilnings á því hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Þeim sem þreyttu prófið stóð til boða að deila niðurstöðum á samfélagsmiðlum, til dæmis í gegnum deilingarhnapp á Facebook – sem hvatti jafnframt aðra til þátttöku í rannsókninni. Og fjölmargir deildu niðurstöðum sínum á Facebook, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðlagði þó engum að gera. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði jafnframt um málið á sínum tíma að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í febrúar. Hefðu kallað eftir frekari upplýsingum Persónuvernd sendi ÍE bréf fimmtudaginn 25. júní vegna deilingarhnappsins, sem og vegna notkunar fyrirtækisins á Facebook til að hvetja almenning til þátttöku. Í bréfinu er rakið að ÍE hafi gert grein fyrir því í umsókn sinni um rannsóknina að þátttaka yrði öllum opin á netinu og að mögulega yrði á einhverjum tíma óskað eftir þátttakendum meðal almennings með auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Persónuvernd kveðst hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að til stæði að almenningur sjálfur yrði „notaður til þess að hvetja til þátttöku í rannsókninni þannig að einstaklingar deildu niðurstöðum persónuleikaprófa á Facebook,“ líkt og segir í bréfinu. „Hefði svo verið, hefði persónuvernd kallað eftir frekari upplýsingum og gögnum um hvernig rannsakendur hygðust óska eftir þátttöku almennings með auglýsingum og umfjöllun á samfélagsmiðlum, í því skyni að ganga úr skugga um að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í því felst og er á ábyrgð rannsakenda, samrýmdist persónuverndarlögum.“ Þá nefnir stofnunin í því samhengi að á vegum Facebook fari fram vinnsla á IP-tölum þeirra sem heimsækja vefsíður í gegnum hnappa á Facebook. Þá þurfi að liggja ljóst fyrir þegar einstaklingar ákveða að deila efni af vefsíðum á samfélagsmiðlum „nákvæmlega hvaða upplýsingum um þá er miðlað til viðkomandi samfélagsmiðils með notkun deilingarhnapps.“ Framvegis hyggst persónuvernd taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort fyrirhugað sé að notast við samfélagsmiðla með einhverjum hætti, og hvernig sú vinnsla persónuupplýsinga samrýmist persónuverndarlögum. Persónuvernd Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Persónuvernd gerði sér ekki grein fyrir að til stæði að Íslensk erfðagreining (ÍE) hygðist hvetja til þátttöku í rannsókn sinni í vor með því að almenningur deildi niðurstöðum persónuleikaprófs á Facebook. Persónuvernd hyggst framvegis taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort notast verði við samfélagsmiðla með einhverjum hætti. Þetta kemur fram í bréfi stofnunarinnar til ÍE sem birt var á föstudag. Kári sjálfur ráðlagði engum að deila niðurstöðunum Tugir þúsunda Íslendinga þreyttu persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar sem fór í loftið í febrúar. Rannsókninni var ætlað að afla skilnings á því hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Þeim sem þreyttu prófið stóð til boða að deila niðurstöðum á samfélagsmiðlum, til dæmis í gegnum deilingarhnapp á Facebook – sem hvatti jafnframt aðra til þátttöku í rannsókninni. Og fjölmargir deildu niðurstöðum sínum á Facebook, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðlagði þó engum að gera. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði jafnframt um málið á sínum tíma að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í febrúar. Hefðu kallað eftir frekari upplýsingum Persónuvernd sendi ÍE bréf fimmtudaginn 25. júní vegna deilingarhnappsins, sem og vegna notkunar fyrirtækisins á Facebook til að hvetja almenning til þátttöku. Í bréfinu er rakið að ÍE hafi gert grein fyrir því í umsókn sinni um rannsóknina að þátttaka yrði öllum opin á netinu og að mögulega yrði á einhverjum tíma óskað eftir þátttakendum meðal almennings með auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Persónuvernd kveðst hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að til stæði að almenningur sjálfur yrði „notaður til þess að hvetja til þátttöku í rannsókninni þannig að einstaklingar deildu niðurstöðum persónuleikaprófa á Facebook,“ líkt og segir í bréfinu. „Hefði svo verið, hefði persónuvernd kallað eftir frekari upplýsingum og gögnum um hvernig rannsakendur hygðust óska eftir þátttöku almennings með auglýsingum og umfjöllun á samfélagsmiðlum, í því skyni að ganga úr skugga um að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í því felst og er á ábyrgð rannsakenda, samrýmdist persónuverndarlögum.“ Þá nefnir stofnunin í því samhengi að á vegum Facebook fari fram vinnsla á IP-tölum þeirra sem heimsækja vefsíður í gegnum hnappa á Facebook. Þá þurfi að liggja ljóst fyrir þegar einstaklingar ákveða að deila efni af vefsíðum á samfélagsmiðlum „nákvæmlega hvaða upplýsingum um þá er miðlað til viðkomandi samfélagsmiðils með notkun deilingarhnapps.“ Framvegis hyggst persónuvernd taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort fyrirhugað sé að notast við samfélagsmiðla með einhverjum hætti, og hvernig sú vinnsla persónuupplýsinga samrýmist persónuverndarlögum.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30
Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00