GDRN spilaði síðast þegar Þróttur vann leik í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 13:00 Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, eða GDRN, spilaði fótbolta áður en hún hellti sér út í tónlist. mynd/ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Stjörnunni og nýliðar FH og Þróttar mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FH hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Þróttarar bíða ekki bara eftir sínum fyrsta sigri í sumar heldur fyrsta sigrinum í efstu deild síðan 2013. Síðasti sigur Þróttar í efstu deild kom á Valbjarnarvelli 8. ágúst 2013, eða fyrir 2525 dögum. Þróttur sigraði þá Aftureldingu 1-0. Eva Bergrín Ólafsdóttir skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir inn á í liði Aftureldingar. Hún er í dag betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN. Guðrún lék fimm leiki með Aftureldingu í efstu deild 2013 og tvo árið eftir. Hún sneri sér svo alfarið að tónlist með góðum árangri. Guðrún sendi frá sér plötuna Hvað ef 2018 og fylgdi henni eftir með GDRN sem kom út í ár. Guðrún og stöllur hennar í Aftureldingu héldu sér uppi á markatölu sumarið 2013. Þróttur vann hins vegar aðeins þennan eina leik gegn Aftureldingu og féll með þrjú stig. Þróttarar léku aftur í efstu deild 2015 en mistókst þá að vinna leik og féllu með tvö stig. Þrátt fyrir að vera enn án sigurs hefur Þróttur vakið athygli fyrir fína spilamennsku í upphafi tímabils. Liðið tapaði 4-3 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum í 1. umferðinni og laut svo í lægra haldi fyrir Íslandsmeisturum Vals, 1-2, í 2. umferðinni. Í þeirri þriðju gerði Þróttur svo 2-2 jafntefli við Fylki í hörkuleik í Árbænum. Leikur FH og Þróttar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tónlist Þróttur Reykjavík Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Stjörnunni og nýliðar FH og Þróttar mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. FH hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Þróttarar bíða ekki bara eftir sínum fyrsta sigri í sumar heldur fyrsta sigrinum í efstu deild síðan 2013. Síðasti sigur Þróttar í efstu deild kom á Valbjarnarvelli 8. ágúst 2013, eða fyrir 2525 dögum. Þróttur sigraði þá Aftureldingu 1-0. Eva Bergrín Ólafsdóttir skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka kom Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir inn á í liði Aftureldingar. Hún er í dag betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN. Guðrún lék fimm leiki með Aftureldingu í efstu deild 2013 og tvo árið eftir. Hún sneri sér svo alfarið að tónlist með góðum árangri. Guðrún sendi frá sér plötuna Hvað ef 2018 og fylgdi henni eftir með GDRN sem kom út í ár. Guðrún og stöllur hennar í Aftureldingu héldu sér uppi á markatölu sumarið 2013. Þróttur vann hins vegar aðeins þennan eina leik gegn Aftureldingu og féll með þrjú stig. Þróttarar léku aftur í efstu deild 2015 en mistókst þá að vinna leik og féllu með tvö stig. Þrátt fyrir að vera enn án sigurs hefur Þróttur vakið athygli fyrir fína spilamennsku í upphafi tímabils. Liðið tapaði 4-3 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum í 1. umferðinni og laut svo í lægra haldi fyrir Íslandsmeisturum Vals, 1-2, í 2. umferðinni. Í þeirri þriðju gerði Þróttur svo 2-2 jafntefli við Fylki í hörkuleik í Árbænum. Leikur FH og Þróttar hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tónlist Þróttur Reykjavík Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira