Tottenham sigraði Everton í Evrópubaráttunni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júlí 2020 21:00 Leikmenn Spurs fagna markinu mikilvæga í dag. getty/Chloe Knott Tottenham tók á móti Everton í London í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 1-0 sigur Tottenham í bragðdaufum leik. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 24. mínútu þegar Giovanni Lo Celso átti skot sem fór af Michael Keane og í netið. Var markið skráð sem sjálfsmark á Keane. Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði leikinn fyrir Everton en fór út af á 67. mínútu fyrir Brasilíumanninn Bernard. 1-0 sigur Tottenham staðreynd og með sigrinum fara Tottenham upp í 8. sæti deildarinnar með 48 stig, einu stigi minna en erkifjendur þeirra í Arsenal. Gylfi og félagar í Everton sitja í 11. sæti með 44 stig. Enski boltinn
Tottenham tók á móti Everton í London í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 1-0 sigur Tottenham í bragðdaufum leik. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 24. mínútu þegar Giovanni Lo Celso átti skot sem fór af Michael Keane og í netið. Var markið skráð sem sjálfsmark á Keane. Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði leikinn fyrir Everton en fór út af á 67. mínútu fyrir Brasilíumanninn Bernard. 1-0 sigur Tottenham staðreynd og með sigrinum fara Tottenham upp í 8. sæti deildarinnar með 48 stig, einu stigi minna en erkifjendur þeirra í Arsenal. Gylfi og félagar í Everton sitja í 11. sæti með 44 stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti