Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Myndbönd af ungmennum á Íslandi sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að tíu ára börn taki þátt í athæfinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við lögreglukonu sem lítur málið alvarlegum augum.

Þá ræðum við við arkitekt sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní. Hann hefur verulegar áhyggjur af húsi á Bræðraborgarstíg 3 sem er í eigu sama eiganda. Hann varaði borgaryfirvöld við því að illa gæti farið ef eldur kæmi upp í húsinu í fyrra, sem varð raunin í eldsvoðanum við Bræðraborgarstíg 1 í lok júní.

Við fjöllum einnig um þingkosningar sem fram fóru í Króatíu og dag, og það var afmælisstemming á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar fréttastofa leit þar við í dag en Sólheimar fagna níutíu ára afmæli.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×