Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 14:15 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45
Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55