Hong Kong gæti orðið eins og hver önnur kínversk borg Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2020 20:00 Nýju lögunum hefur verið mótmælt af hörku á götum Hong Kong. EPA/Jerome Favre Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi. Hong Kong Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að Hong Kong verði eins og hver önnur kínversk borg. Vesturlönd og margir íbúar borgarinnar hafa brugðist illa við nýrri öryggislöggjöf sem tryggir frekari yfirráð stjórnvalda í Kína yfir þessu sjálfsstjórnarsvæði. Nýju lögin kveða meðal annars á um harðar refsingar fyrir uppreisnaráróður og samráð við erlenda aðila. Lögin eru sett sem eins konar svar við mótmælahrinu síðasta árs. Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að málið snúst einnig um ímynd Kína. „Í kína byggist lögmæti ríkisstjórnarinnar á tvennu. Í fyrsta lagi efnahagsgróða og í öðru lagi þjóðernishyggju. Um leið og eitt sígur niður þarf að hífa annað upp.“ Nýtt kalt stríð Bandaríska fulltrúadeildin brást við lagasetningunni með því að samþykkja nýjar viðskiptaþvinganir á Kína, en málið á eftir að fara í gegnum öldungadeildina. Helgi segir að í raun megi tala um nýtt kalt stríð. „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi en gamla kalda stríðið. Það var auðvitað ekki jafnmikið af fjárfestingum að flæða inn og út úr gömlu Sovétríkjunum frá Vesturlöndum. Sem verður til þess að Kína og hinn vestræni heimur eru mun tengdari, efnahagslega séð.“ Mismunandi menningarheimar Hann segir deilurnar nú snúast um misjöfn viðhorf mismunandi menningarheima. Hong Kong var undir breskri stjórn til 1997 og menningin því ólík þeirri sem er á meginlandinu. Samkvæmt samkomulagi Kína við Breta átti borgin að fá að halda í sitt stjórnkerfi í fimmtíu ár en vesturlöndum þykir nýja löggjöfin ganga gegn þessu. Bretar hafa til dæmis boðið milljónum borgarbúa að sækja um ríkisborgararétt. „Þeir sem styðja ekki ríkisstjórnina í Hong Kong gætu flust til Bretlands. Þá verða eftir þeir íbúar sem styðja Peking. Ef það breytist allt hugsa ég að erlend áhrif í Hong Kong verði mjög lítil og ég held að þetta aðlögunarferli sem átti að standa til 1947 gæti gerst aðeins fyrr,“ segir Helgi.
Hong Kong Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira