Pútín segir Rússa hafa greitt atkvæði „með hjartanu“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:59 Með stjórnarskrárbreytingunum gæti Pútín setið sem forseti til 2036. Hann hefði þá verið við völd í hátt í fjörutíu ár. Vísir/EPA Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013. Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013.
Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30