Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2020 12:48 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta. Vísir/Egill Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“ Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. „Við höfum alls ekki náð nægilega vel til kvenna af erlendum uppruna. Við erum að reyna að bæta úr því núna með því að fara í samstarf við Eflingu þar sem þar sem þessar konur eru í sambandi við fólk þar. Við erum að reyna að koma upplýsingum til þeirra. Það má auðvitað gera ráð fyrir því að kynferðisofbeldi sé alveg jafn algengt ef ekki algengara í þeirra eins og meðal íslenskra kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumála hjá Eflingu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að til standi að útbúa kynningarefni um Stígamót á mörgum tungumálum til að reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Eflingu stéttarfélagi, segir að samstarfið við Stígamót falli vel að stefnumálum Eflingar um að uppræta ofbeldi.Efling „Yfir helmingur félaga Eflingar eru af erlendum uppruna og við sjáum það í tölum, einmitt frá Stígamótum og fleirum, að konur af erlendum uppruna leita sér síður hjálpar vegna ofbeldis.“ Hún segir tölurnar ekki endurspegla raunveruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. „Við sáum það líka í Me-Too hreyfingunni að sögur kvenna af erlendum uppruna voru alvarlegustu brotin sem konur deildu með okkur. Þar voru til dæmis sögur fá konum í láglaunastörfum; sem sinna þrifum og hótelstarfskonur. Þær hafa orðið fyrir hræðilegu ofbeldi í starfi á Íslandi. Efling telur að stéttarfélög geti nýtt sína miðla, sitt afl og sína stöðu í samfélaginu til að uppræta ofbeldi og miðla upplýsingum. Það er stefna stjórnar Eflingar að sinna því hlutverki vel.“ Fríða Rós segir að margvíslegar ástæður geti verið fyrir því að konur af erlendum uppruna leiti síður til hjálparsamtaka. „Til dæmis þá eru félagasamtök og úrræðin yfirleitt bara opin á vinnutíma. Það er ekki auðvelt fyrir láglaunakonur að skreppa frá eins og margan annan úr starfi til að leita sér aðstoðar. Það getur verið ein ástæða. Svo getur líka verið að þær viti ekki af því að þeim stendur þetta til boða. Þar kemur Efling náttúrulega sterk inn og deilir þeim upplýsingum á sínum miðlum.“
Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00 Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. 1. júlí 2020 20:00
Stopp á ný viðtöl og allir á biðlista hjá Stígamótum Á fimm árum hefur þeim sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis fjölgað um ríflega fjörtíu prósent. Verkefnastýra segir ráðgjafa vart hafa undan. Biðtími eftir viðtölum hefur lengst töluvert og er nú ríflega tveir mánuðir. 1. júlí 2020 12:40