Meistaramót Íslands fært til Akureyrar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 16:00 Hilmar Örn Jónsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttafólk ársins 2019. Vísir/FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira