Útlit fyrir að Rússar samþykki stjórnarskrárbreytingar Þórgnýr Einar Albertsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 1. júlí 2020 19:00 Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti. Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fyrstu tölur benda til þess að Rússar hafi samþykkt stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan hófst á fimmtudag og snýst um þær breytingar sem Vladímír Pútín forseti vill að séu gerðar á stjórnarskrá landsins. Sú tillaga sem hefur vakið langmesta athygli snýst um hversu mörg kjörtímabil forseti má sitja. Pútín er nú á öðru kjörtímabili sínu í röð og má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér á ný. Ef breytingarnar taka gildi yrði hins vegar byrjað að telja upp á nýtt og gæti Pútín því setið til 2036, nái hann endurkjöri í tvígang. Stjórnarandstæðingar segja kjósendur hafa sætt miklum þrýstingi í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar en landskjörstjórn segist ekki hafa orðið vör við nein alvarleg brot. Aðrar breytingar sem til stendur að gera snúast meðal annars um að festa í stjórnarskrá að hjónaband sé eingöngu á milli karls og konu og það að rússneska tungan sé hið eina opinbera tungumál ríkisins. Mótmælendur í Túngötu nú síðdegis. Nokkrir mótmælendur söfnuðust saman við rússneska sendiráðið í Garðastræti í Reykjavík nú síðdegis til að mótmæla stjórnarskrárbreytingunum. Mótmælendurnir báru margir skilti á bæði rússnesku og ensku. Á skiltunum mátti m.a. lesa setningar á borð við „Berjumst fyrir frelsi“ og „Enginn útrunninn forseti“. Þá mátti einnig sjá glitta í regnbogafána, alþjóðlegt tákn hinseginfólks. Margir mótmælendanna báru skilti.
Rússland Tengdar fréttir Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09 Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Afgerandi meirihluti sagður við að lengja valdatíma Pútín Rúmlega þrír af hverjum fjórum kjósendum í Rússlandi greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Vladímír Pútín forseta kleift að framlengja valdaskeið sitt í sextán ár í viðbót samkvæmt opinberum útgönguspám. 29. júní 2020 12:09
Umdeildar kosningar hefjast í Rússlandi í dag Kosningar um umdeildar stjórnarskrárbreytingar sem gætu gert Vladimir Pútín kleift að vera forseti í tvö kjörtímabil til viðbótar hefjast í Rússlandi í dag. 25. júní 2020 12:04