Einar Hermannsson er nýr formaður SÁÁ: „Starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:14 Einar Hermannsson, nýkjörinn formaður SÁÁ. sAMSETT Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“ Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Einar Hermannsson var nú rétt í þessu kjörinn formaður SÁÁ á fundi aðalstjórnar samtakanna í kvöld og hafði þar með betur gegn Þórarni Tyrfingssyni, sem einnig var í framboði. Einar segist spenntur fyrir nýju stöðunni og segist viss um að kjör sitt lægi öldurnar innan SÁÁ. Listi Einars náði kjöri í 48 manna stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í kvöld. Í kjölfarið var haldinn stjórnarfundur þar sem nýr formaður er kjörinn samkvæmt lögum SÁÁ. Af 48 stjórnarmönnum var 41 mættur. Einar hlaut 32 atkvæði og Þórarinn níu. Kosningabaráttan fyrir stjórnarkjörið í dag hefur verið með nokkuð harkalegra móti en gengur og gerist. Þannig hafa fylkingar bæði Einars og Þórarins farið mjög frammi í fjölmiðlum í aðdraganda kosninganna. „Það var vissulega aðeins meiri harka í þessu,“ segir Einar í samtali við Vísi. „En nú setur maður það bara aftan sig og einbeitir sér að framtíðinni.“ Einar kveðst mjög ánægður með niðurstöður formannskjörsins. Hann finni jafnframt fyrir miklum stuðningi starfsfólks, grasrótarinnar og stjórnar. „Þetta er sigur heildarinnar. Þetta er ekki bara sigur minn sigur heldur líka sigur allra sem koma að SÁÁ og vilja sjá framtíðina blómstra.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu innan SÁÁ, sem m.a. einkennst hefur af uppsögnum sem svo voru dregnar til baka. Á meðal þeirra sem sagði upp var Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi en hún er stuðningsmaður Einars. Einar kveðst viss um að kjör sitt komi til með að lægja öldurnar innan SÁÁ. „Ég er alveg með það á hreinu að starfsfólkinu líður mun betur núna en því leið í morgun.“ Einar mætir til vinnu strax í fyrramálið og fundur er svo boðaður hjá framkvæmdastjórn eftir viku. Einar segir ærin verkefni bíða sín sem formaður SÁÁ. „Það brýnasta er náttúrulega alltaf fjármál samtakanna. Það þarf að ráðast í samræður við opinbera aðila um framlengingu á samningum við sjúkrastofnanir SÁÁ og svo var ég með sem eitt af helstu málunum mínum, spilakassamálið, og ég þarf að koma með lausn á því sem ég þarf að bera undir 48 manna stjórnina, hvernig við sjáum það fyrir okkur.“
Ólga innan SÁÁ Vistaskipti Tengdar fréttir Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23 Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. 30. júní 2020 20:23
Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Pétur Tyrfingsson segir heita umræðu um formannskjör í SÁÁ með ólíkindum og að hún einkennist af rangfærslum. 29. júní 2020 10:54
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45