Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:23 Einar Hermannsson ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Aðsend Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld. Ólga innan SÁÁ Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent