Grunar að brunavörnum hafi verið ábótavant Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 18:16 Brunarústir hússins að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“ Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létust í bruna í lok síðustu viku, hafi verið ábótavant. Þar bjó fjöldi erlends verkafólks og voru alls 73 skráðir með lögheimili í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS. HMS fundaði í dag með Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra á höfuðborgarsvæðinu og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna. Tilefni fundarins var áðurnefndur eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1. Í tilkynningu segir að samhljómur hafi verið á fundinum um mikilvægi brunavarna og að „fullt tilefni sé til að vinna saman aðfrekari úrbótum á regluverki og verklagi.“ Rannsókn HMS á brunanum á Bræðraborgarstíg er jafnframt í fullum gangi. Davíð Snorrason yfirmaðurbrunaeftirlits hjá stofnuninni. Í tilkynningu segir að niðurstöður rannsóknarinnar gætu legið fyrir síðar á árinu. „Samhliða hefur HMS til skoðunar aðrar aðgerðir, meðal annars hvort hindra megi að svo margir hafi skráð lögheimili á einum stað, til dæmis með bættri skráningu leiguhúsnæðis. Með tilkomu leiguskrár HMS, sem ákvæði er um í frumvarpi að breytingu á húsaleigulögum sem lagt hefur verið fram á Alþingi, verður til ný leið til að safna upplýsingum og koma auga á frávik. Eins og staðan er í dag eru stjórnvöld eingöngu með yfirsýn yfir þann hluta leigumarkaðarins sem er á höndum sveitarfélaga eða þegar til staðar eru þinglýstir leigusamningar, sem er því miður yfirleitt ekki raunin í tilfelli herbergjaleigu til erlends verkafólks.“ Á fundinum kom jafnframt fram að næsta skref í kjölfar hans sé að hefja þessa vinnu og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. „Sérstaklega er horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir í dag að hann vilji skoða lagabreytingar til að eflabrunaeftirlit. Ráðherra fól HMS í lok maímánuðar síðastliðnum að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felst meðal annars að fjölgað verður sérfræðingum sem sinna þessum málaflokki sérstaklega hjá stofnuninni.“
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 29. júní 2020 13:14
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08
Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag. 28. júní 2020 18:20