Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 14:20 Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm. „Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
„Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira