Vildi ekki fara til Manchester City og er nú atvinnulaus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 22:15 Celades virtist frekar týndur í leiknum gegn Villareal í gær. Jose Miguel Fernandez/Getty Images Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Valencia, sem leikur í spænsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að losa Albert Celades, þjálfara félagsins, undan samningi en gengið liðsins hefur ekki verið sem skyldi á þessari leiktíð. Ákvörðunin er tekin í kjölfar slæmra úrslita fyrir og eftir pásuna sem var gerð vegna kórónufaraldursins. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og þá hefur það ekki skorað mark í síðustu tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir. COMUNICADO OFICIAL https://t.co/dVfbp5uM0n pic.twitter.com/hgfh0VUCR5— Valencia CF #AMUNTWorld (@valenciacf) June 29, 2020 Valencia er sem stendur í 8. sæti spænsku deildarinnar, þremur stigum á eftir Getafe sem er í 6. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Getafe og Real Sociedad - sem er í 7. sæti - eiga bæði leik til góða á Valencia. Hinn 44 ára gamli Celades – sem lék yfir 120 leiki fyrir Real Madrid og Barcelona á ferlinum ásamt því að – tók við sem aðalþjálfari Valencia fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Þar áður hafði hann þjálfað yngri landslið Spánar áður en hann varð aðstoðarmaður Vincent Del Bosque hjá A-landsliðinu. Þaðan lá leiðin yfir í þjálfarateymi Real Madrid og sumarið 2019 fékk hann sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari. Talið er að Pep Guardiola hafi viljað fá Celades sér við hlið eftir að Mikel Arteta tók við Arsenal en Celades var ekki tilbúinn að fara úr því að vera aðalþjálfari í að vera aðstoðarþjálfari aftur. Juanma Lillo var á endanum ráðinn í starfið. Frá því að Unai Emery yfirgaf Valencia árið 2012 hafa alls 13 menn þjálfað aðallið félagsins. Voro González tekur við Valencia út þessa leiktíð en þetta er í þriðja sinn sem hann gerist bráðabirgðastjóri liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira