Ferðagjöfin gildir á búllum en ekki á tjaldsvæðum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:06 Meðan ferðagjöfin gildir ekki á tjaldsvæði þá hins vegar vilja veitingamenn í Reykjavík gera sér mat úr henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur líkast til ekki séð það fyrir. visir/vilhelm/getty/tumi Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hin umdeilda ferðaávísun sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í púkkið til að sporna gegn fyrirsjáanlegum hörmungum í ferðaþjónustunni hefur nú þegar valdið verulegri ólgu. Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að kjörið sé að nota ferðagjöfina til að fá sér einn hamborgara eða tvo. Pétur Óskarsson ferðamálafrömuður og einn stjórnanda hins öfluga Facebook-hóps Bakland ferðaþjónustunnar er einn þeirra sem klórar sér í kollinum um hvert stefnir með þessa ávísun en hann rakst á auglýsingu í sínum heimabæ Hafnarfirði þar sem veitingastaðurinn Búllan vekur athygli viðskiptavina sinna á því að upplagt sé að verja andvirði tékkans, fimm þúsund krónum, hjá sér. Sakaður um þéttbýlishroka „Er ekki verið að snúa út úr hugmyndinni á bak við „ferðagjöfina“ með skyndibitastöðum á Höfuðborgarsvæðinu?“ spyr Pétur á Baklandinu. Hann rifjar upp tilganginn með ferðaávísuninni: „Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðs vegar um landið.“ Pétur á erfitt með að fá þetta til að koma heim og saman við það að veitingamenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé að gera sér mat úr þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar. „Ég sé ekki alveg ljósið í því að fólk borði sóttan skyndibita heima hjá sér fyrir ferðagjöfina eins og mér var boðið í dag. Hefði kannski þurft að setja fjarlægðarskilmála frá lögheimili á innlausn?“ spyr Pétur. Viðbrögð við þessum spurningum eru blendin og er Pétur umsvifalaust sakaður um þéttbýlishroka. „Það búa nú ekki allir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ársæll Sigurlaugar Níelsson en heitar og fjörlegar umræður um málið myndast. Fáránlegt að geta ekki notað tékkann á tjaldstæðum „Þetta er pínu svona, “sjálfhverfi-höfuðborgarbúinn” status. Myndi bara eyða honum!“ segir einn og annar bendir á að einn þriðji landsmanna búi ekki á höfuðborgarsvæðinu. Þeir þurfi að borða ef þeir ferðast í sollinn. Natan Kolbeinsson upplýsir viðstadda um að hann ætli að „eyða hluta minnar á mínum uppáhalds stað, Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Veitingastaðir og barir í Reykjavík þurfa líka á hjálp að halda.“ Þá er það nefnt sem mörgum þykir fráleitt, hvað sem segja má um hinn meinta höfuðborgarhroka Péturs sem er að ekki skuli vera hægt að nýta ferðaávísunina á tjaldsvæðum, eins og til dæmis Ríkisútvarpið ohf hefur greint frá. „Mér finnst fáránlegt að geta keypt hamborgara í Reykjavík fyrir þetta en ekki notað gjöfina á öllum tjaldsvæðum,“ segir einn þeirra sem leggur orð í belg.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19 Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Um 6.700 hafa nýtt sér ferðagjöfina Alls hafa 6.698 manns nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda sem varð aðgengileg landsmönnum fyrir um tíu dögum. 29. júní 2020 11:19
Loks hægt að nálgast Ferðagjöfina Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur. 19. júní 2020 14:15