Boðar hertar reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir eftir hópsýkingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 10:17 Frá fundi neyðarstjórnar borginnar í morgun. Dagur B. Eggertsson/Reykjavíkurborg Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjóri kallaði saman neyðarstjórn borgarinnar í dag eftir nokkurt hlé. Nokkur hundruð manns hafa þurft að fara í sóttkví eftir að nokkrir einstaklingar greindust smitaðir, þar á meðal leikmenn knattspyrnuliða á höfuðborgarsvæðinu, undanfarna daga. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá því í Facebook-færslu í morgun að hann hefði kallað neyðarstjórn borgarinnar saman í morgun vegna hópsýkinganna. Það væri í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar. Sömuleiðis var neyðarstjórn velferðarsviðs kölluð saman í morgun. Aðgerðir á öldrunarstofnunum verða kynntar þegar þær liggja fyrir, að sögn borgarstjóra. Auk þess ætla borgaryfirvöld að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aukin þrif í dag. Sérstakar leiðbeiningar og spurningarlistar hafa einnig verið útbúnir vegna starfsfólks sem kemur til vinnu eftir dvöl erlendis til að hægt sé að meta hvenær því sé óhætt að mæta aftur. „Til upprifjunar þá eru almannavarnir ekki lengur á neyðarstigi - en við erum á hættustigi. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og metur það á hverjum tíma og grípur til þeirra aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar,“ skrifar Dagur. Ég kallaði neyðarstjórn Reykjavíkurborgar saman í morgun - eftir nokkurt hlé - vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 29 June 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24 Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands. 26. júní 2020 16:24
Áætlað að yfir tvö hundruð þurfi að fara í sóttkví Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu. 26. júní 2020 12:26