Sport

Halda áfram að seinka heimsleikunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Það er enn óvíst hvenær hægt verður að halda heimsleikanna í CrossFit en samtökin hafa nú frestað dagsetningunni í tvígang, síðast fyrir helgi, vegna kórónuveirufaraldursins.

Dave Castro, framkvæmdastjóri CrossFit, tilkynnti fyrir helgi að nú væri búið að seinka aftur heimsleikunum og nú er stefnt að því að hefja þá 14. september.

Fyrst var þeim frestað frá júlí fram til 17. ágúst en nú er stefnt að því að hefja þá 14. september og ljúka þeim sex dögum síðar.

Í yfirlýsingu Castro segir að keppendurnir hafi verið vel upplýstir með seinkunina en hann segir að líkur eru á að ferðatakmarkanir verða líklega enn í gildi er leikarnir fara fram í september.

Á heimsleikunum eru skráð þau Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson en Katrín hefur þó greint frá því að hún ætli ekki að keppa á leikunum eftir atburði síðustu vikna.

Nú hafa hins vegar orðið eigendaskipti á CrossFit og spurning hvort að Katrín hafi breytt skoðun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×