Sport

Spyr sig hver sé framtíð frjálsra íþrótta í Reykjavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
thumbs-1593368744781-00004-c375k
Vísir/Skjáskot.

Verið er að leggja nýtt undirlag á hluta hlaupabrautarinnar við þjóðarleikvanginn í Laugardal eftir að brautin varð fyrir skemmdum í vetur. Frjálsíþróttafólk segir aðstöðuna sem boðið er upp á í Laugardal óboðlega.

Nýtt tartan verður lagt á 150 metra af brautinni sem þýðir að undirlagið á hringnum verður ekki það sama.

„Það er verið að tjasla saman. Þetta er enn einn plásturinn. Þá verðum við með tvær gerðir af tartan á brautinni. Þegar verið er að keppa í efsta klassa skiptir þetta máli. Það er mjög skrýtið að vera með tvær gerðir af tartani og erfitt að halda alvöru mót hérna,“ segir Kári Steinn Karlsson, einn fremsti hlaupari Íslands á undanförnum árum.

Guðjón Guðmundsson ræddi aðstöðumálin á Laugardalsvelli við Kára og má sjá viðtalið í heild sinni neðst í fréttinni.

Klippa: Sportpakkinn: Hlaupabrautin á Laugardalsvelli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×