Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:40 ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti. Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. Mikið hefur verið um börn á HönnunarMars í ár, en hér fyrir neðan má finna upplýsingar um nokkra viðburði sem hafa slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni. ÞYKJÓ búningar í Grófinni ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ opnaði tilraunastofu á Borgarbókasafninu grófinni sem hluti af dagskrá HönnunarMars 2020. Á tilraunastofunni kynna þær til leiks búningana Ástarfuglinn og Feludýrið. Búningarnir tilheyra línunni Ofurhetjur jarðar sem er nú í þróun. Dýrin eru ævintýraverur skapaðar af hönnuðum, innblásnar af mögnuðum eiginleikum dýra úr ýmsum vistkerfum. Þar er líka einstaklega kósý púðahorn fyrir börnin. ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti sem sérhæfir sig í barnamenningu. Búningarnir eru unnir í samstarfi við uppeldisfræðinga, líffræðinga og - síðast en ekki síst - í samstarfi við börn. Þríeykið hélt vel heppnaða grímusmiðju í gær og víða um miðbæinn sáust börn með litríkar grímur sem þau hönnuðu sjálf. ÞYKJÓ sýnir búninga á HönnunarMars í ár.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Þrykksmiðja á Hönnunarsafninu í Garðabæ Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni í dag. Þátttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það. Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands á Garðartorgi, ekkert þáttökugjald. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Athugið að boðið er upp á aðra smiðju sunnudaginn 5. júlí. Pappírsblóm Rúnu Þorkelsdóttur eru sýnd á HönnunarMars á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi.Aðsend mynd Genki – Upplifunarsýning í Ásmundarsal Gagnvirk sýning á Wave frá Genki Instruments hefur slegið í gegn hjá öllum aldurshópum, Genki eru handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Sýningin spannar þróunarferli Wave og fá gestir að upplifa hvernig tónlistarfólk notar hringinn í sköpun sinni og flutningi um allan heim í dag ásamt því að öðlast innsýn í framtíðarmöguleika hans. Gestum er boðið að prófa að stíga á svið og upplifa hvernig hringurinn virkar. View this post on Instagram I had to try out The Wave Ring by @genkiinstruments What a mindblowing and electrifying experience at @asmundarsalur @designmarch Zero latency mane by @kevin._.pages . . . #einaregils #director #espritmag #somewheremag #thinkverylittle #nowherediary #thisveryinstant #cineminer #shootaesthetics #cinematic #thecoolhunter #oftheafternoon #imaginarymagnitude #verybusymag #ifyouleave #cinematicphotography #ourmag #rentalmag #thepinklemonade #artphotography #photoobserve #25bluehours #fineartphotography #gominimal #ourmomentum #estheticalmagazine #broadmag #lekkerzine #noicemag #349amcollection A post shared by EINAR EGILS (@einaregils.mov) on Jun 26, 2020 at 1:41am PDT Plöntugarður Halldórs Eldjárn Í Gryfjunni í Ásmundarsal sýnir einnig listamaðurinn Halldór Eldjárn. Á sýningunni Plöntugarðurinn má sjá sjálfvirka plöntuprentara og einstakar vélteiknaðar krækiberjamyndir. Halldór notar vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter. Í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er blek sem listamaðurinn vann sjálfur úr krækiberjum. Myndaserían er uppseld en Halldór byrjar að vinna fleiri myndir, á sýningunni í Ásmundarsal, frá klukkan 12 í dag. Helgarviðtal við Halldór um sýningunna má lesa HÉR á Vísi. Mói sokkahönnun á Laugavegi Mói tók þátt í HönnunarMars í verslun vörumerkisins að Laugavegi 40. Börnum er boðið að koma í heimsókn til þess að teikna mynd sem notuð verður við framleiðslu sokka síðar um haustið. Mun ágóði sölunnar renna til styrktar málefnum tengdum börnum. Mói er íslenskt barnafatamerki fyrir krakka á aldrinum 0-12 ára. Vörumerkið var stofnað árið 2012 af Telmu Garðarsdóttur, arkitekt. Svo er Laugavegurinn svo fallega málaður þessa dagana að börnin hafa gaman af því að hoppa í parís og skoða þar fugla og önnur falleg götulistaverk. Mói tók líka þátt í HönnunarMars á síðasta ári og seldi í kjölfarið sokka til styrktar Einhverfusamtökunum.Mynd/Mói Eldurinn í jörðinni – Norræna húsið Börn á fimmta aldursári á deildinni Eiði í leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett var upp á bókasafni Norræna hússins. Sýningin byggir á könnunaraðferð þar sem unnið er út frá áhuga barnanna. Unnið var með þema leikskólans í ár sem er jörðin. Afraksturinn er meðal annars 17 jarðir sem hanga úr loftinu. Hvert og eitt barn teiknaði upp eigin hugmynd að jörðinni og hannaði hana svo úr endurvinnanlegum efniviði, s.s. blöðum, pappamassa og veggfóðurslími. Börnin heilluðust af eldfjöllum og til sýnis verður eldfjall, kvika og hraun, sem er samvinnuverkefni barnanna. Myndband af ferlinu er hluti af sýningunni svo hægt sé að sjá þekkingarleit barnanna sem og hvernig hugmyndir og vitneskja um viðfangsefnið þróast yfir verkefnatímann. Sýningin fór hratt stækkandi í ferlinu og var unnin og sett upp með góðri aðstoð foreldra barnanna. Leikskólabörn taka þátt í HönnunarMars í ár.Mynd/Norræna húsið Ilmsturta í Hafnarborg og ilmbanki í Kvosinni Sýningin efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði hefur vakið athygli barna á HönnunarMars, þá sérstaklega ilmsturta Nordic Angan. Á sýningunni efni:viður er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. Nánar má lesa um sýninguna HÉR á Vísi. https://www.visir.is/g/20201985373d/honnun-og-myndlist-maetast-i-einu-og-sama-efninu Nordic Angan opnaði einnig um helgina Ilmbanka íslenskra jurta. Sýningin fer fram í Kvosinni í Mosfellsbæ og hentar öllum aldurshópum. Nordic angan Ilmbankinn er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Elín Hrund og Sonja Bent hafa undanfarin ár eimað íslenskar jurtir í tengslum við rannsóknir sínar og staðið fyrir ilmandi upplifunum eins og ilmsturtunni, sem nú er sýnd í Hafnarborg. Í Ilmbankanum fá gestir að þefa af ilmum úr íslenskri náttúru ásamt því að skoða Ilmmyndir, fara í Ilmsturtu og upplifa skógarvegginn ásamt fleirum ilmtengdum upplifunum. Ilmsturta Nordic Angan hefur vakið mikla athygli á sýningunni efni:viður á HönnunarMars í Hafnarborg.Vísir/Vilhelm Og hvað svo? á Hafnartorgi Á HönnunarMars í ár sameinuðust Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Grænni byggð í sýningu um framtíð hins byggða umhverfis. Þetta er auglýst sem sýning fyrir alla fjölskylduna og fer hún fram á Hafnartorgi. Hvernig geta arkitektar haft áhrif á hlýnun jarðar? Tölur sýna að rekja má allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til byggingariðnaðarins. Arkitektar um allan heim vinna að því að þróa leiðir til að minnka losunina. En hvað er hægt að gera hér á landi? Á sýningunni verða til sýnis lausnir sem þegar hafa verið teknar í notkun, lausnir sem enn eru í þróun og framtíðarlausnir. Torg í spegli – Lækjartorg Listaverkið Torg í spegli var afhjúpað á Lækjartorgi á opnunardegi HönnunarMars. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. Áhorfendur verða sjálfir hluti af verkinu. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu og má lesa nánar um það HÉR. Verkið Torg í spegli á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson.Vísir/Vilhelm Um alla borg eru áhugaverðir viðburðir í dag fyrir unga sem aldna. Dagskrá HönnunarMars má nálgast í heild sinni HÉR. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Börn og uppeldi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur fimm Í dag er síðasti dagur HönnunarMars hátíðarinnar. Við minnum á að alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk dagsins. 28. júní 2020 10:00 Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar. 28. júní 2020 09:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars. Garðar og Hlín Helga ræða í dag við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð. 27. júní 2020 14:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. Mikið hefur verið um börn á HönnunarMars í ár, en hér fyrir neðan má finna upplýsingar um nokkra viðburði sem hafa slegið í gegn hjá yngstu kynslóðinni. ÞYKJÓ búningar í Grófinni ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ opnaði tilraunastofu á Borgarbókasafninu grófinni sem hluti af dagskrá HönnunarMars 2020. Á tilraunastofunni kynna þær til leiks búningana Ástarfuglinn og Feludýrið. Búningarnir tilheyra línunni Ofurhetjur jarðar sem er nú í þróun. Dýrin eru ævintýraverur skapaðar af hönnuðum, innblásnar af mögnuðum eiginleikum dýra úr ýmsum vistkerfum. Þar er líka einstaklega kósý púðahorn fyrir börnin. ÞYKJÓ er hugarfóstur leikmynda-, búninga- og leikbrúðuhönnuðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuðinn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfangahönnuð og myndskreyti sem sérhæfir sig í barnamenningu. Búningarnir eru unnir í samstarfi við uppeldisfræðinga, líffræðinga og - síðast en ekki síst - í samstarfi við börn. Þríeykið hélt vel heppnaða grímusmiðju í gær og víða um miðbæinn sáust börn með litríkar grímur sem þau hönnuðu sjálf. ÞYKJÓ sýnir búninga á HönnunarMars í ár.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Þrykksmiðja á Hönnunarsafninu í Garðabæ Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni í dag. Þátttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það. Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands á Garðartorgi, ekkert þáttökugjald. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Athugið að boðið er upp á aðra smiðju sunnudaginn 5. júlí. Pappírsblóm Rúnu Þorkelsdóttur eru sýnd á HönnunarMars á Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi.Aðsend mynd Genki – Upplifunarsýning í Ásmundarsal Gagnvirk sýning á Wave frá Genki Instruments hefur slegið í gegn hjá öllum aldurshópum, Genki eru handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2019. Sýningin spannar þróunarferli Wave og fá gestir að upplifa hvernig tónlistarfólk notar hringinn í sköpun sinni og flutningi um allan heim í dag ásamt því að öðlast innsýn í framtíðarmöguleika hans. Gestum er boðið að prófa að stíga á svið og upplifa hvernig hringurinn virkar. View this post on Instagram I had to try out The Wave Ring by @genkiinstruments What a mindblowing and electrifying experience at @asmundarsalur @designmarch Zero latency mane by @kevin._.pages . . . #einaregils #director #espritmag #somewheremag #thinkverylittle #nowherediary #thisveryinstant #cineminer #shootaesthetics #cinematic #thecoolhunter #oftheafternoon #imaginarymagnitude #verybusymag #ifyouleave #cinematicphotography #ourmag #rentalmag #thepinklemonade #artphotography #photoobserve #25bluehours #fineartphotography #gominimal #ourmomentum #estheticalmagazine #broadmag #lekkerzine #noicemag #349amcollection A post shared by EINAR EGILS (@einaregils.mov) on Jun 26, 2020 at 1:41am PDT Plöntugarður Halldórs Eldjárn Í Gryfjunni í Ásmundarsal sýnir einnig listamaðurinn Halldór Eldjárn. Á sýningunni Plöntugarðurinn má sjá sjálfvirka plöntuprentara og einstakar vélteiknaðar krækiberjamyndir. Halldór notar vélknúinn teiknara, svokallaðan plotter. Í honum er japanskur burstapenni og inni í honum er blek sem listamaðurinn vann sjálfur úr krækiberjum. Myndaserían er uppseld en Halldór byrjar að vinna fleiri myndir, á sýningunni í Ásmundarsal, frá klukkan 12 í dag. Helgarviðtal við Halldór um sýningunna má lesa HÉR á Vísi. Mói sokkahönnun á Laugavegi Mói tók þátt í HönnunarMars í verslun vörumerkisins að Laugavegi 40. Börnum er boðið að koma í heimsókn til þess að teikna mynd sem notuð verður við framleiðslu sokka síðar um haustið. Mun ágóði sölunnar renna til styrktar málefnum tengdum börnum. Mói er íslenskt barnafatamerki fyrir krakka á aldrinum 0-12 ára. Vörumerkið var stofnað árið 2012 af Telmu Garðarsdóttur, arkitekt. Svo er Laugavegurinn svo fallega málaður þessa dagana að börnin hafa gaman af því að hoppa í parís og skoða þar fugla og önnur falleg götulistaverk. Mói tók líka þátt í HönnunarMars á síðasta ári og seldi í kjölfarið sokka til styrktar Einhverfusamtökunum.Mynd/Mói Eldurinn í jörðinni – Norræna húsið Börn á fimmta aldursári á deildinni Eiði í leikskóla Seltjarnarness hafa unnið verkin á sýningunni Eldurinn í jörðinni sem sett var upp á bókasafni Norræna hússins. Sýningin byggir á könnunaraðferð þar sem unnið er út frá áhuga barnanna. Unnið var með þema leikskólans í ár sem er jörðin. Afraksturinn er meðal annars 17 jarðir sem hanga úr loftinu. Hvert og eitt barn teiknaði upp eigin hugmynd að jörðinni og hannaði hana svo úr endurvinnanlegum efniviði, s.s. blöðum, pappamassa og veggfóðurslími. Börnin heilluðust af eldfjöllum og til sýnis verður eldfjall, kvika og hraun, sem er samvinnuverkefni barnanna. Myndband af ferlinu er hluti af sýningunni svo hægt sé að sjá þekkingarleit barnanna sem og hvernig hugmyndir og vitneskja um viðfangsefnið þróast yfir verkefnatímann. Sýningin fór hratt stækkandi í ferlinu og var unnin og sett upp með góðri aðstoð foreldra barnanna. Leikskólabörn taka þátt í HönnunarMars í ár.Mynd/Norræna húsið Ilmsturta í Hafnarborg og ilmbanki í Kvosinni Sýningin efni:viður í Hafnarborg í Hafnarfirði hefur vakið athygli barna á HönnunarMars, þá sérstaklega ilmsturta Nordic Angan. Á sýningunni efni:viður er viður í forgrunni. Um er að ræða sýningu sem tvinnar saman innanhúshönnun, vöruhönnun og upplifunarhönnun. Nánar má lesa um sýninguna HÉR á Vísi. https://www.visir.is/g/20201985373d/honnun-og-myndlist-maetast-i-einu-og-sama-efninu Nordic Angan opnaði einnig um helgina Ilmbanka íslenskra jurta. Sýningin fer fram í Kvosinni í Mosfellsbæ og hentar öllum aldurshópum. Nordic angan Ilmbankinn er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Elín Hrund og Sonja Bent hafa undanfarin ár eimað íslenskar jurtir í tengslum við rannsóknir sínar og staðið fyrir ilmandi upplifunum eins og ilmsturtunni, sem nú er sýnd í Hafnarborg. Í Ilmbankanum fá gestir að þefa af ilmum úr íslenskri náttúru ásamt því að skoða Ilmmyndir, fara í Ilmsturtu og upplifa skógarvegginn ásamt fleirum ilmtengdum upplifunum. Ilmsturta Nordic Angan hefur vakið mikla athygli á sýningunni efni:viður á HönnunarMars í Hafnarborg.Vísir/Vilhelm Og hvað svo? á Hafnartorgi Á HönnunarMars í ár sameinuðust Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Grænni byggð í sýningu um framtíð hins byggða umhverfis. Þetta er auglýst sem sýning fyrir alla fjölskylduna og fer hún fram á Hafnartorgi. Hvernig geta arkitektar haft áhrif á hlýnun jarðar? Tölur sýna að rekja má allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til byggingariðnaðarins. Arkitektar um allan heim vinna að því að þróa leiðir til að minnka losunina. En hvað er hægt að gera hér á landi? Á sýningunni verða til sýnis lausnir sem þegar hafa verið teknar í notkun, lausnir sem enn eru í þróun og framtíðarlausnir. Torg í spegli – Lækjartorg Listaverkið Torg í spegli var afhjúpað á Lækjartorgi á opnunardegi HönnunarMars. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. Áhorfendur verða sjálfir hluti af verkinu. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu og má lesa nánar um það HÉR. Verkið Torg í spegli á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson.Vísir/Vilhelm Um alla borg eru áhugaverðir viðburðir í dag fyrir unga sem aldna. Dagskrá HönnunarMars má nálgast í heild sinni HÉR. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Börn og uppeldi HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur fimm Í dag er síðasti dagur HönnunarMars hátíðarinnar. Við minnum á að alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk dagsins. 28. júní 2020 10:00 Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar. 28. júní 2020 09:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars. Garðar og Hlín Helga ræða í dag við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð. 27. júní 2020 14:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur fimm Í dag er síðasti dagur HönnunarMars hátíðarinnar. Við minnum á að alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars og þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk dagsins. 28. júní 2020 10:00
Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar. 28. júní 2020 09:00
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall þrjú Í hönnunarspjallþætti dagsins verður farið yfir sýningar og viðburði dagsins áður og það sem framundan er á HönnunarMars. Garðar og Hlín Helga ræða í dag við Arnhildi Pálmadóttur arkitekt, Eygló Margréti Lárusdóttur fatahönnuð og stofnanda vörumerkisins EYGLÓ, Baldur Helga Snorrason arkitekt og Arnar Inga Viðarsson, grafískan hönnuð. 27. júní 2020 14:00