Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 11:01 Eldur í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Fyrirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, starfsmenn Vinnueftirlitsins og ríkisskattstjóra fóru með byggingarfulltrúa á vettvang við Dalveg í Kópavogi þann 9. júní síðastliðinn. Fundust herbergi á efri hæð hússins sem voru í útleigu í óleyfi og brunavarnir voru mjög slæmar. Í desember 2014 sagði Morgunblaðið frá því að mikil eftirspurn hefði verið eftir því að breyta húsnæði til gistireksturs. Þar kom fram að HD Verk hafði sótt um leyfi til að innrétta gistiheimili á Bræðraborgarstíg 1 með sjö herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 14 gesti. Þeirri umsókn var hafnað. Í fasteignaskrá er húsnæðið skráð sem íbúðarhúsnæði. Ekki gistiheimili. Sjá einnig: 73 skráðir með lögheimili í húsinu Í desember 2015 ræddi blaðamaður Stundarinnar við fyrrverandi leigjanda sem sagði mikinn myglusvepp í húsinu og að þar byggi fjöldi manna í stökum herbergjum og borguðu fyrir það 90 þúsund krónur. Þá sagði byggingarfulltrúi Reykjavíkur að húsið yrði tekið til skoðunar. Húsnæðið sem um ræðir við Dalveg 24, sem skoða var fyrr í mánuðinum.Vísir/Sunna Efling - stéttarfélag hefur haft húsnæðið, sem varð eldi að bráð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær, til skoðunar frá því að Efling komst að því í að starfsmenn starfsmannaleigu, sem áður var rekin undir nafninu Menn í vinnu, væru skráðir sem íbúar húsnæðisins. Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar, sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Halla Rut Bjarnadóttir, skráður forráðamaður starfsmannaleigunnar Seiglu, áður Menn í vinnu, sagði þó við Mbl í gær að hún hefði ekkert með þetta hús að gera. Eins og segir hér að ofan er skráður eigandi hússins HD Verk ehf. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af eiganda HD Verks í morgun.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
Húsið rifið að stórum hluta Fjögur voru flutt á slysadeild þegar húsið við Bræðraborgarstíg brann til kaldra kola, en líðan þeirra liggur ekki fyrir að svo stöddu. 26. júní 2020 06:17