Eldsvoði á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 15:28 Mikill eldur logaði enn í húsinu nú skömmu eftir fjögur. Vísir/vilhelm Íbúðarhús á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs varð alelda nú á fjórða tímanum í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir við húsið og leiddir upp í lögreglubíla. Enn lagði mikinn reyk frá húsinu nú skömmu fyrir klukkan fimm en enginn sjáanlegur eldur logaði. Tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang. Húsið varð fljótt alelda og steig mikill reykur upp frá því og yfir nærliggjandi hverfi. Eldtungur stigu jafnframt út um glugga og gera má ráð fyrir að húsið sé alveg ónýtt. Allt tiltækt lið slökkvliðsins er á vettvangi.Vísir/vilhelm Líkt og áður segir voru fjórir fluttir á slysadeild frá vettvangi brunans en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta á vettvangi hafa jafnframt einhverjir verið handteknir. Að minnsta kosti einn maður var settur í handjárn og leiddur brott af lögreglu nú á fjórða tímanum, samkvæmt myndum sem fréttastofu hafa borist. Í frétt RÚV segir að í það minnsta þrír hafi verið leiddir út úr húsinu í handjárnum um klukkan hálf fjögur. Lögregla leiðir mann upp í lögreglubíl á vettvangi brunans.Hlynur Helgi Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við lýsti því að kona hefði stokkið út um glugga á húsinu og virðist hafa lent í ruslagámi sem þar var. Ljósmyndari Vísis á vettvangi nú skömmu fyrir fimm segir að enn leggi mikinn reyk frá húsinu en enginn eldur sé lengur sjáanlegur. Þá eru slökkviliðsmenn nú byrjaðir að rjúfa veggi og fara í gegnum rústirnar. Lögregla segir í tilkynningu að nágrannar séu hvattir til að loka gluggum vegna reyks sem berst frá húsinu. Þá er fólk beðið um að halda sig fjarri meðan slökkvilið og lögregla eru að störfum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:00. Sprautað á eldglæringar.Vísir/vilhelm Enn rauk úr glugga í risinu nú á fimmta tímanum.Vísir/vilhelm Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á vettvangi.Vísir/Frikki Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Íbúðarhús á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs varð alelda nú á fjórða tímanum í dag. Fjórir voru fluttir á slysadeild. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir við húsið og leiddir upp í lögreglubíla. Enn lagði mikinn reyk frá húsinu nú skömmu fyrir klukkan fimm en enginn sjáanlegur eldur logaði. Tilkynning barst um eldinn á fjórða tímanum og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sent á vettvang. Húsið varð fljótt alelda og steig mikill reykur upp frá því og yfir nærliggjandi hverfi. Eldtungur stigu jafnframt út um glugga og gera má ráð fyrir að húsið sé alveg ónýtt. Allt tiltækt lið slökkvliðsins er á vettvangi.Vísir/vilhelm Líkt og áður segir voru fjórir fluttir á slysadeild frá vettvangi brunans en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta á vettvangi hafa jafnframt einhverjir verið handteknir. Að minnsta kosti einn maður var settur í handjárn og leiddur brott af lögreglu nú á fjórða tímanum, samkvæmt myndum sem fréttastofu hafa borist. Í frétt RÚV segir að í það minnsta þrír hafi verið leiddir út úr húsinu í handjárnum um klukkan hálf fjögur. Lögregla leiðir mann upp í lögreglubíl á vettvangi brunans.Hlynur Helgi Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við lýsti því að kona hefði stokkið út um glugga á húsinu og virðist hafa lent í ruslagámi sem þar var. Ljósmyndari Vísis á vettvangi nú skömmu fyrir fimm segir að enn leggi mikinn reyk frá húsinu en enginn eldur sé lengur sjáanlegur. Þá eru slökkviliðsmenn nú byrjaðir að rjúfa veggi og fara í gegnum rústirnar. Lögregla segir í tilkynningu að nágrannar séu hvattir til að loka gluggum vegna reyks sem berst frá húsinu. Þá er fólk beðið um að halda sig fjarri meðan slökkvilið og lögregla eru að störfum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:00. Sprautað á eldglæringar.Vísir/vilhelm Enn rauk úr glugga í risinu nú á fimmta tímanum.Vísir/vilhelm Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á vettvangi.Vísir/Frikki
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira