Johnson fullyrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 23:27 Boris Johnson segir smitrakningu í Bretlandi ganga vel. JESSICA TAYLOR/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar. Ummælin lét Johnson falla í kjölfar þess að meðlimir breska þingsins höfðu lýst áhyggjum sínum af því að tveir þriðju þeirra smita sem greinast í Bretlandi væru ekki raktir með fullnægjandi hætti. Keir Starner, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þetta stórt vandamál og kallaði eftir þróun rakningarapps. Slíkt app væri nauðsynlegt ef aflétta ætti samfélagslegum takmörkunum sem í gildi eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Johnson svaraði því til að vinna við smitrakningu gengi vel í Bretlandi, og að skilvirkt kerfi væri við lýði í þeim efnum. Þá spurði hann hvort Starner gæti „nefnt eitt ríki heims sem er með smitrakningarapp sem virkar, því það er ekki eitt slíkt til.“ Keir benti þá meðal annars á að í Þýskalandi væri smitrakningarapp sem 12 milljónir manna hefðu hlaðið niður. Eins benti hann á rakningaröpp í Singapúr og Suður-Kóreu. Meðal annarra landa sem hafa gefið út öpp, eða smáforrit, sem ætluð eru til smitrakningar eru Frakkland, Ástralía og Lettland. Eins og margir vita er Ísland einnig í hópi þeirra ríkja sem notast við app við smitrakningu. Appið ber heitið C-19 og er aðgengilegt í App-store og Google-store, fyrir Apple- og Android-snjalltæki. Í byrjun apríl þessa árs höfðu yfir hundrað þúsund manns náð í appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent