Boða byltingu í sjávarútvegi við beinhreinsun þorskfiska Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 21:04 Þeir Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur og Jóhannes Arason matvælafræðingur standa að fyrirtækinu Protein Save. Þeir vinna að því að koma upp þróunarsetri í þessu fiskvinnsluhúsi í Grindavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið. Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Íslenskt þróunarfyrirtæki á sviði matvælaiðnaðar, Protein Save, er að koma upp vinnslulínu í Grindavík til að beinhreinsa þorskfiska án flökunar, líkt og hægt er með laxfiska. Aðstandendur fullyrða að þetta auki hagkvæmni fiskvinnslu um 35 til 40 prósent og verði bylting í sjávarútvegi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Í 1.400 fermetra rými í fiskvinnsluhúsi í Grindavík hyggjast þeir Jóhannes Arason matvælafræðingur og Haraldur Guðmundsson véltæknifræðingur sýna innan þriggja mánaða byltingarkenndan vinnsluferil. „Við getum gert hann hagkæmari um 35 til 40 prósent,“ segir Jóhannes, sem hóf sinn feril sem matvælafræðingur árið 1964 en saman segjast þeir hafa að baki hundrað ára reynslu úr íslenskum sjávarútvegi. Bein laxfiska er hægt að fjarlægja með vélum án þess að flaka fiskinn. Myndin er úr laxavinnslu Búlandstinds á Djúpavogi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Á næstu vikum fá þeir í þróunarsetrið sérsmíðaða fiskskurðarvél, gegnumlýsingartæki og nálarlausa innsprautunarvél til að sýna fram á að aðferð þeirra virki á þorskfiska, eins og gert er í beinhreinsun laxfiska. Þar hefur tekist að þróa aðferð til að ná öllum beinum út með vélum án þess að flaka laxinn. Þetta er ekki hægt í vinnslu þorsks, þar þarf að flaka fiskinn til að ná beinunum út. „Þú nærð ekkert beini úr fiski, ekki hvítfiski, þótt þú værir með naglbít. Þá myndir þú slíta hann. Þau eru föst,“ segja þeir félagarnir. Flaka þarf þorsk og annan hvífisk til að ná beinunum burt. Við það fer hluti af holdi fisksins til spillis.Stöð 2/Skjáskot. Leyndarmál þeirra felst í efnafræðilegu ferli sem mýkir fiskinn upp fyrir vinnsluna. „Þannig að beinin verði þá laus. Þannig að það sé möguleiki að taka þau úr fiskinum með beinhreinsivélum. Síðan er það skannað á eftir með gegnumlýsingarvél sem tekur þá flökin úr sem verður eitt og eitt bein eftir,“ segir Haraldur, sem er framkvæmdastjóri Protein Save. Jóhannes sýnir hvernig hann fær með þessu þverskorinn þorsk án beina sem hann steikir á pönnu. En rýrir þetta efnaferli gæði fisksins? „Nei, það eykur gæði hans,“ svara þeir einum rómi. „Það heldur öllum próteinunum inni og hann verður sko „juicy“ og flottur eftir allar eldunaraðferðir,“ segir matvælafræðingurinn. Jóhannes sker þversteik af þorski sem búið er að beinhreinsa með aðferð Protein Save.Mynd/Myndform. Þeir Haraldur og Jóhannes leita nú eftir 200 milljóna króna nýsköpunarstyrkjum frá hinu opinbera til móts við eigið samsvarandi framlag til að fjármagna þróunarsetrið. Jóhannes sparar ekki stóru orðin: „Þetta er mesta bylting í sjávarútvegi frá upphafi. Ég skal fullyrða það hér og nú. Það er bara staðreynd. Og þótt ég hefði hundrað framleiðendur hérna, þeir myndu ekki fara í andmæli við mig sem þeir myndu hafa betur. Því þeir myndu allir vilja vera um borð. Við vitum alveg hvað við erum að fara að gera. Þetta er stærsta mál íslensks sjávarútvegs frá upphafi,“ staðhæfir Jóhannes. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jóhannes Arason var í viðtali í Bítið fyrr í mánuðinum um verkefnið.
Sjávarútvegur Sjávarréttir Nýsköpun Grindavík Fiskur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira