Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Vorum undir á öllum sviðum

Ísak Hallmundarson skrifar
Jóhannes Karl, þjálfari KR, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld.
Jóhannes Karl, þjálfari KR, var ekki sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. Mynd/Vísir

KR-ingar töpuðu stórt fyrir Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld, lokatölur 6-0 á Kópavogsvelli en spilamennska KR var ekki upp á marga fiska. 

,,Það voru engin svör, Blikarnir eru hreinlega miklu betra lið og úrslitin eftir því,“ voru fyrstu viðbrögð Jóhanness Karls Sigursteinssonar þjálfara KR eftir leik. 

,,Við vissum alveg að byrjunin á mótinu væri erfið en við ætluðum engu að síður að vera komin með einhver stig á þessum tímapunkti. Núna er næsta skref bara að fara á æfingasvæðið og vinna í þessum hlutum sem við þurfum að laga og reyna að ná í stig.“

En hvaða hluti þarf KR-liðið að laga?

,,Í dag fannst mér við bara undir á öllum sviðum. Mér fannst hugarfarið ekki gott, það er eins og við þorum ekki að mæta þeim almennilega, förum að falla á opnu svæði og Blikarnir eru bara sterkir og refsa okkur fyrir það.

Ég var ánægður með margt í Fylkisleiknum hjá okkur og við þurfum kannski að horfa í það að reyna áfram út frá þeim hlutum sem við gerðum vel þá, fyrstu skref eru að verjast eins og lið. Við þurfum að loka betur fyrir, fáum á okkur alltof mörg mörk og meðan við fáum á okkur svona mörg þá þarftu að skora helvíti mikið til að vinna. Fyrsta skref er að halda markinu hreinu og þá dugar eitt mark,“ sagði Jóhannes að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×