Segir 4. deildarlið ÍH vita hvernig eigi að stöðva Sam Hewson | ÍH fær Fylki í heimsókn á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 19:15 Brynjar Ásgeir ræddi við Gaupa á Suðurlandsbrautinni í dag. Vonandi tók hann ekki stigann. Vísir/Mynd Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, ræddi komandi leik ÍH og Fylkis í Mjólkurbikarnum við Gaupa í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Brynjar Ásgeir varð fyrir því óláni að slíta hásin á dögunum og hefur því ákveðið að setja allan fókus á að styðja þétt við bakið á samherjum sínum ásamt því að koma ÍH upp um deild. Vísir ræddi við hann á dögunum eftir að myndir af honum að þjálfa ÍH til sigurs í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í hjólastól birtust á samfélagsmiðlum. 0-0 í hálfleik. Hálfleiksræðan tekin. 3-0 lokatölur. Vill FH í Krikanum í 32 liða. pic.twitter.com/cWkH8ih6TP— Brynjar Guðmundsson (@brynjargud) June 12, 2020 „Ég hef nú spilað oft við Fylki í gegnum tíðina svo það vonandi hjálpar mér vonandi í þessu verkefni á morgun. Ég held að Covid-ástandið hafi virkað ágætlega fyrir okkur, það gerði menn hungraða og allt í einu var fullt af mönnum mættir aftur og við erum með ágætis lið í dag,“ sagði Brynjar um leikmannahóp ÍH. Brynjar Benediktsson – fyrrum leikmaður ÍR, Hauka, Leiknis Reykjavíkur og Fram skoraði til að mynda mörk í fyrsta deildarleik ÍH á dögunum. „Ég held ég hafi bara gert það rétta að koma mér út úr húsi og styðja við þá. Svo hjálpar auðvitað að þjálfa, maður kemst allavega einhvern veginn að fótboltanum þannig.“ „Nei, ég er bara að taka eitt skref í einu. Þekki nokkra sem hafa lent í þessu og þeir hafa gefið mér ágætis ráð. Svo þetta er eitthvað sem kemur í ljós. Ég er að setja stefnuna á næsta tímabil, þetta tímabil er auðvitað alveg farið. Svo kemur maður sterkur inn í haust eða vetur,“ sagði Brynjar um þann tíma sem hann verður frá. Að lokum var Brynjar spurður út í leikmenn Fylkis en hann vonast til að Sam Hewson, fyrrum samherji hjá FH og Grindavík verði í byrjunarliðinu. „Ég ætla að vona að hann spili, veit hvernig á að stoppa hann allavega. Hef spilað við hann, og með honum nokkrum sinnum svo ég er með plan á hann,“ sagði Brynjar og glotti við tönn. Klippa: Leikmaður FH vonast til að stýra ÍH til sigurs gegn Fylki Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, ræddi komandi leik ÍH og Fylkis í Mjólkurbikarnum við Gaupa í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Brynjar Ásgeir varð fyrir því óláni að slíta hásin á dögunum og hefur því ákveðið að setja allan fókus á að styðja þétt við bakið á samherjum sínum ásamt því að koma ÍH upp um deild. Vísir ræddi við hann á dögunum eftir að myndir af honum að þjálfa ÍH til sigurs í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í hjólastól birtust á samfélagsmiðlum. 0-0 í hálfleik. Hálfleiksræðan tekin. 3-0 lokatölur. Vill FH í Krikanum í 32 liða. pic.twitter.com/cWkH8ih6TP— Brynjar Guðmundsson (@brynjargud) June 12, 2020 „Ég hef nú spilað oft við Fylki í gegnum tíðina svo það vonandi hjálpar mér vonandi í þessu verkefni á morgun. Ég held að Covid-ástandið hafi virkað ágætlega fyrir okkur, það gerði menn hungraða og allt í einu var fullt af mönnum mættir aftur og við erum með ágætis lið í dag,“ sagði Brynjar um leikmannahóp ÍH. Brynjar Benediktsson – fyrrum leikmaður ÍR, Hauka, Leiknis Reykjavíkur og Fram skoraði til að mynda mörk í fyrsta deildarleik ÍH á dögunum. „Ég held ég hafi bara gert það rétta að koma mér út úr húsi og styðja við þá. Svo hjálpar auðvitað að þjálfa, maður kemst allavega einhvern veginn að fótboltanum þannig.“ „Nei, ég er bara að taka eitt skref í einu. Þekki nokkra sem hafa lent í þessu og þeir hafa gefið mér ágætis ráð. Svo þetta er eitthvað sem kemur í ljós. Ég er að setja stefnuna á næsta tímabil, þetta tímabil er auðvitað alveg farið. Svo kemur maður sterkur inn í haust eða vetur,“ sagði Brynjar um þann tíma sem hann verður frá. Að lokum var Brynjar spurður út í leikmenn Fylkis en hann vonast til að Sam Hewson, fyrrum samherji hjá FH og Grindavík verði í byrjunarliðinu. „Ég ætla að vona að hann spili, veit hvernig á að stoppa hann allavega. Hef spilað við hann, og með honum nokkrum sinnum svo ég er með plan á hann,“ sagði Brynjar og glotti við tönn. Klippa: Leikmaður FH vonast til að stýra ÍH til sigurs gegn Fylki
Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira