Barnaníðingar nýttu sér faraldurinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2020 18:30 Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu. Vísbendingar eru um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Europol eða Evrópulögreglan hefur sent frá sér skýrslu um niðurstöður rannsóknar sinnar á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum í Evrópu þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst og víða gilti útgöngu- eða samkomubann. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en Catherine De Bolle forstjóri stofnunarinnar segir í upphafi skýrslunnar að stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafi flætt um netið á tímabilinu mars til maíog hafi þó verið mikið fyrir faraldurinn. Þá kallar hún eftir samfélagslegu átaki gegn kynferðislegri misnotkun barna. Fram kemur að mikil aukning varð á ofbeldinu bæði á netinu og huldunetinu á tímabilinu mars til maí á þessu ári eða þegar útgöngu-eða samkomubann gilti í mörgum löndum Evrópu. Ferðatakmarkanir hafi gert það að verkum að barnaníðingar hafi í meira mæli en áður skipst á efni á netinu sem inniheldur kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá sýni mikil umferð barnaníðinga á huldunetinu meðan faraldurinn stóð sem hæst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða sem börnum stafi mikil ógn af. Varað er við að þessi aukning geti haft þau áhrif að eftirspurn eftir stafrænu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum aukist eftir að útgöngu-eða samkomubanni lýkur. Samfélög og löggæslan hvött til að einbeita sér að því að koma í veg fyrir framleiðslu á slíku efni. Þá þurfi að finna út hver fórnarlömb glæpamannanna eru. Fram kemur að gríðarleg aukning varð orðið á tilkynningum um týnd börn eða misnotuð í Evrópu á tímabilinu. Tölur frá 23 Evrópulöndum sýna að næstum allstaðar varð orðið mikil aukning á málum sem þessum Í skýrslunni er einnig vitnað í athugasemdir barnaníðina á huldunetinu þar sem þeir þakka kórónuveirufaldrinum fyrir hversu auðvelt það sé að nálgast börn sem séu einangruð heima hjá sér. Hér á landi virðist svipuð þróun hafa verið í gangi en samkvæmt tölum frá Barnahúsi var allt árið 2019 tilkynnt um 20 tilfelli þar sem stafrænt kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafði átt sér stað en tilfellin eru nú þegar orðin 19 á þessu ári.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. 24. apríl 2020 23:00