Craving: Pervertísk löngun í sykur og sukk Ragga Nagli skrifar 22. júní 2020 21:30 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar um heilsu á Vísi. Vísir/Vilhelm Craving… pervertísk löngun í heilaga þrenningu sykurs, salts og fitu. Við þekkjum öll þetta fyrirbæri sem vantar kjarnyrta íslenska þýðingu. Cravings er öskrandi pervertísk löngun að hafa eitthvað ákveðið í munninum og eina sem friðþægir þessa öskrandi löngun er að fá þetta eina ákveðna matvæli undir tunguna. Óþægindin og spennan sem hríslast um skrokkinn þegar cravings dúndra á hjarnann er á pari við að sleikja rafmagnsgirðingu. Ketó og kálblað Solla í bókhaldinu er búin að segja þér hvað þarf að gera til að komast í kjólinn fyrir árshátíðina.Þú hentir út öllu brauði svo þú hámir ekki sjö sneiðar með skólaosti og marmelaði eftir vinnu. Allt sykrað og snakk fór rakleitt í Sorpugám.Bæ bæ Nóakropp og farvel Maarud. Frystirinn tæmdur af Kjörís og Emmess... já og Daimtertan beint út í tunnu. Þú heldur þig við einmana kálblað. Vélindað hamast við að kyngja skraufþurri kjúllabringu.Grætur sorgmæddum tárum að drekka grænkálssmúðing sem bragðast eins og rafgeymasýra. Þú situr fyrir framan tölvuna og Snikkers birtist skyndilega í hugarskotinu. Daðrandi. Lokkandi. Kynþokkafullt. Nei nei nei... má ekki. Bannað. Sonur Satans. Þú ákveður seinnipartskaffinu að smyrja frekar hrísköku í með hnetusmjöri til að slökkva þessa þrá. En hvenær hefur það virkað? Forgarður helvítis í nammiganginum Því þú skottast í Nettó eftir vinnu að versla í matinn og allt í einu ertu staddur í nammiganginum... sem þú ætlaðir að forðast eins og forgarð Helvítis. Glyrnurnar nema tilboð á fjórum Snickers í pakka.... Æi fokk itt.... ég á þetta skilið eftir ömurlega leiðinlegan dag. Í bílnum á bílastæðinu tætirðu pakkann upp á núlleinni eins og vannærð dúfa á brauðhleif og smá af umbúðunum fara með upp í túlann. Og öll fjögur stykkin hverfa ofan í magaholið eins og sólmyrkvi. Munnurinn er nýjungagjarn náungi Samkvæmt nýrri rannsókn í tímaritinu 'Appetite' þegar sömu örfáu ríkismatvælin dag eftir dag eru á matseðlinum vekur það upp klámfengnar langanir í sykur og sveittmeti Munnurinn er ólíkindatól og nýjungagjarn náungi sem vill fá alla palettuna af bragði að dansa á tungunni. Salt. Sætt. Súrt. Biturt. Umami. Hann er áferðarperri og vill allskonar.Krönsí. Mjúkt. Fljótandi. Hann vill líka mismunandi hitastig. Heitt. Kalt. Volgt Þjóðarrétturinn er með’etta Ímyndaðu þér pylsu með öllu og hvernig hún er samsett. Pylsan sjálf er heit, feit og sölt.Brauðið er volgt, mjúkt og sættSteiktur laukur gefur kröns undir tönnBiturleiki úr hráum lauk.Tómatsósan er fljótandi og sæt.Sinnepið er salt og biturt.Remúlaðið er sætt og súrt. Það er ástæða fyrir því að þessi rúlla úr afgangskjöti í skjannahvítu brauði er þjóðarrétturinn.Hann vekur kúlínaríska fullnægingu hjá landanum. Þegar öll skynfæri eru sátt eftir máltíðina minnkarðu líkurnar á 'cravings'.Þegar mataræðið er fjölbreytt og inniheldur nógu mörg matvæli minnkarðu líkurnar á cravings. Passaðu þess vegna að fá allan regnbogann af bragði, áferð og hitastigi með í hverri máltíð. Leiktu við áferðarperrann og bragðarefinn innra með þér. Ef þú ætlar að fá þér salat í kvöld, ekki sætta þig við einmana kálblað og pappírsþurran kjúkling.Dúndraðu bláberjum fyrir sætu, ristuðum baunum fyrir kröns, balsamdressingu fyrir súru. Ofnbakaðar heitar sætar kartöflur og kjúlla marineraðan í bitru sinnepi, sykurlausu sírópi og soja fyrir umami. Fléttaðu líka smávegis af sætmeti og lekkerheitum inn í mataræðið þitt og sestu niður og njóttu hans í fullkominni núvitund með öllum skynfærum. Ef það á að vera partý í munninum þá þarftu að bjóða heilanum... hann er veislustjórinn. Matur Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið. 15. júní 2020 09:20 Sætuefni: Einfaldar leiðir til að skipta út sykri í mataræðinu Sumir styðja sykurskattinn sem nauðsynlega lýðheilsulausn því sykur sé eitur. Aðrir segja forræðishyggja. Frelsisskerðing. Neyslustýring. 8. júní 2020 11:00 Samanburður Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. 28. maí 2020 21:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Craving… pervertísk löngun í heilaga þrenningu sykurs, salts og fitu. Við þekkjum öll þetta fyrirbæri sem vantar kjarnyrta íslenska þýðingu. Cravings er öskrandi pervertísk löngun að hafa eitthvað ákveðið í munninum og eina sem friðþægir þessa öskrandi löngun er að fá þetta eina ákveðna matvæli undir tunguna. Óþægindin og spennan sem hríslast um skrokkinn þegar cravings dúndra á hjarnann er á pari við að sleikja rafmagnsgirðingu. Ketó og kálblað Solla í bókhaldinu er búin að segja þér hvað þarf að gera til að komast í kjólinn fyrir árshátíðina.Þú hentir út öllu brauði svo þú hámir ekki sjö sneiðar með skólaosti og marmelaði eftir vinnu. Allt sykrað og snakk fór rakleitt í Sorpugám.Bæ bæ Nóakropp og farvel Maarud. Frystirinn tæmdur af Kjörís og Emmess... já og Daimtertan beint út í tunnu. Þú heldur þig við einmana kálblað. Vélindað hamast við að kyngja skraufþurri kjúllabringu.Grætur sorgmæddum tárum að drekka grænkálssmúðing sem bragðast eins og rafgeymasýra. Þú situr fyrir framan tölvuna og Snikkers birtist skyndilega í hugarskotinu. Daðrandi. Lokkandi. Kynþokkafullt. Nei nei nei... má ekki. Bannað. Sonur Satans. Þú ákveður seinnipartskaffinu að smyrja frekar hrísköku í með hnetusmjöri til að slökkva þessa þrá. En hvenær hefur það virkað? Forgarður helvítis í nammiganginum Því þú skottast í Nettó eftir vinnu að versla í matinn og allt í einu ertu staddur í nammiganginum... sem þú ætlaðir að forðast eins og forgarð Helvítis. Glyrnurnar nema tilboð á fjórum Snickers í pakka.... Æi fokk itt.... ég á þetta skilið eftir ömurlega leiðinlegan dag. Í bílnum á bílastæðinu tætirðu pakkann upp á núlleinni eins og vannærð dúfa á brauðhleif og smá af umbúðunum fara með upp í túlann. Og öll fjögur stykkin hverfa ofan í magaholið eins og sólmyrkvi. Munnurinn er nýjungagjarn náungi Samkvæmt nýrri rannsókn í tímaritinu 'Appetite' þegar sömu örfáu ríkismatvælin dag eftir dag eru á matseðlinum vekur það upp klámfengnar langanir í sykur og sveittmeti Munnurinn er ólíkindatól og nýjungagjarn náungi sem vill fá alla palettuna af bragði að dansa á tungunni. Salt. Sætt. Súrt. Biturt. Umami. Hann er áferðarperri og vill allskonar.Krönsí. Mjúkt. Fljótandi. Hann vill líka mismunandi hitastig. Heitt. Kalt. Volgt Þjóðarrétturinn er með’etta Ímyndaðu þér pylsu með öllu og hvernig hún er samsett. Pylsan sjálf er heit, feit og sölt.Brauðið er volgt, mjúkt og sættSteiktur laukur gefur kröns undir tönnBiturleiki úr hráum lauk.Tómatsósan er fljótandi og sæt.Sinnepið er salt og biturt.Remúlaðið er sætt og súrt. Það er ástæða fyrir því að þessi rúlla úr afgangskjöti í skjannahvítu brauði er þjóðarrétturinn.Hann vekur kúlínaríska fullnægingu hjá landanum. Þegar öll skynfæri eru sátt eftir máltíðina minnkarðu líkurnar á 'cravings'.Þegar mataræðið er fjölbreytt og inniheldur nógu mörg matvæli minnkarðu líkurnar á cravings. Passaðu þess vegna að fá allan regnbogann af bragði, áferð og hitastigi með í hverri máltíð. Leiktu við áferðarperrann og bragðarefinn innra með þér. Ef þú ætlar að fá þér salat í kvöld, ekki sætta þig við einmana kálblað og pappírsþurran kjúkling.Dúndraðu bláberjum fyrir sætu, ristuðum baunum fyrir kröns, balsamdressingu fyrir súru. Ofnbakaðar heitar sætar kartöflur og kjúlla marineraðan í bitru sinnepi, sykurlausu sírópi og soja fyrir umami. Fléttaðu líka smávegis af sætmeti og lekkerheitum inn í mataræðið þitt og sestu niður og njóttu hans í fullkominni núvitund með öllum skynfærum. Ef það á að vera partý í munninum þá þarftu að bjóða heilanum... hann er veislustjórinn.
Matur Heilsa Ragga nagli Tengdar fréttir Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið. 15. júní 2020 09:20 Sætuefni: Einfaldar leiðir til að skipta út sykri í mataræðinu Sumir styðja sykurskattinn sem nauðsynlega lýðheilsulausn því sykur sé eitur. Aðrir segja forræðishyggja. Frelsisskerðing. Neyslustýring. 8. júní 2020 11:00 Samanburður Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. 28. maí 2020 21:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið. 15. júní 2020 09:20
Sætuefni: Einfaldar leiðir til að skipta út sykri í mataræðinu Sumir styðja sykurskattinn sem nauðsynlega lýðheilsulausn því sykur sé eitur. Aðrir segja forræðishyggja. Frelsisskerðing. Neyslustýring. 8. júní 2020 11:00
Samanburður Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, skrifar pistla um heilsu á Vísi. 28. maí 2020 21:00