Innlent

Starfsáætlun tekin úr sambandi í annað sinn á vorþingi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti um þetta við upphaf þingfundar í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti um þetta við upphaf þingfundar í morgun. Vísir/Vilhelm

Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nú er kapp lagt á að ljúka þingstörfum en ólíklegt er að það takist að afgreiða öll þau mál sem stefnt er á að klára fyrir sumarfrí í þessari viku, líkt og starfsáætlun gerði ráð fyrir.

Við upphaf þingfundar í morgun tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að forsætisnefnd hafi ákveðið í morgun að taka starfsáætlunina úr sambandi. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að þingi yrði frestað frá og með næstkomandi fimmtudegi.

Þetta er í annað sinn á þessu vorþingi sem starfsáætlun er tekin úr sambandi en það var líka gert í mars í ljósi kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki fyrir endanlegt samkomulag milli flokka á Alþingi um frestun þingfunda fyrir sumarfrí og hvaða mál stefnt verður á að klára. Á dagskrá þingfundar í dag eru meðal annars áframhaldandi umræður um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára en þingmenn Miðflokksins hafa verið sakaðir um að halda uppi málþófi vegna andstöðu flokksins við borgarlínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×