Andlát karlmanns, sem fannst í berginu við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík í gær, er ekki rannsakað sem sakamál, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Frekari upplýsingar er ekki að fá um málið.
Mikill viðbúnaður var við höfnina í um tvær klukkustundir í gær og voru bæði sjúkraflutningamenn og lögreglulið kallað á vettvang.