Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 11:00 Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmarkið og fagnar svo með Birki Bjarnasyni. Getty/Shaun Botterill 22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira