Mörg af vinsælustu myndböndunum á YouTube tengjast flugi og þá er oft greint frá því hvernig er að ferðast á dýrasta og besta farrýminu.
Á YouTube-síðunni Flight Experience birtist myndband í janúar á þessu ári þar sem útsendari síðunnar greinir frá ferðalagi sínu frá Munchen til Keflavíkur með Icelandair og það á fyrsta farrými.
Ferðamaðurinn var nokkuð sáttur með aðbúnaðinn og þjónustuna og tók hann upp myndefni alla flugferðina.
Hér að neðan má sjá umfjöllun Flight Experience.