Veður

Rigning eða skúrir í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn mega búast við bleytu víðast hvar.
Landsmenn mega búast við bleytu víðast hvar. Veðurstofan

Veðurstofan spáir suðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki verði alveg eins hlýtt í dag og var í gær og verður hiti á bilinu 10 til 18 stig og þá hlýjast norðaustantil.

„Í kvöld gengur vindur niður, en á morgun hvessir aftur úr suðaustri og fer að rigna sunnan- og vestanland eftir hádegi. Þurrt að mestu og bjartara veður á Austur- og Norðausturlandi. Áfram svipaður hiti og í dag, og enn hlýjast fyrir norðan,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðlæg átt 5-13 m/s, Hvassast með suðurströndinni. Rigning eða skúrir, en bjart með köflum á Austur- og Norðausturlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-13 framan af, en hægari breytileg átt um kvöldið. Áfram rigning eða skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Vestlæg átt 5-10 og lítlisháttar skúrir, en þurrt að kalla um landið suðaustan- og austanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og úrkomulítið. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag: Stíf norðaustanátt með vætu um allt land. Kólnar lítillega.

Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og einhverja vætu í flestum landshlutum. Hlýnar lítillega aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×