Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2020 23:26 Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira