Fótbolti

Árbæingarnir sættust á jafnan hlut í stórveldaslagnum í Danmörku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby. Vísir/Getty

Það var boðið upp á stórveldaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar FCK heimsótti Bröndby.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby og lék allan leikinn en Ragnar Sigurðsson hóf leik á varamannabekk FCK og var skipt inná á 89.mínútu. Báðir eru þeir uppaldir hjá Fylki hér á landi.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 79.mínútu þegar Pep Mas kom FCK yfir. Mikael Uhre jafnaði metin fyrir Bröndby á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og skildu liðin því jöfn, 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×