Ólafía og Axel Íslandsmeistarar í holukeppni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 16:19 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri. myndir/seth@golf.is Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag. Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag.
Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00
Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11