Greiðir skimunargjald fyrir viðskiptavini Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. júní 2020 11:44 Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09
Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54
Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“