Greiðir skimunargjald fyrir viðskiptavini Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. júní 2020 11:44 Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09
Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54
Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09