Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir létt í bragði á Jaðarsvelli. Hún er komin í úrslit, af miklu öryggi. mynd/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. Ólafía hefur leikið af miklu öryggi á mótinu á Jaðarsvelli á Akureyri og ekki varð breyting á í morgun þegar hún sló út Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur með 5/3 sigri. Ólafía hefur unnið Íslandsmótið í holukeppni tvisvar, árin 2011 og 2013, en þarf að vinna Evu Karen í dag til að ná í þriðja titilinn. Eva Karen vann öruggan sigur á Ragnhildi Kristinsdóttur, sigurvegara mótsins frá því fyrir tveimur árum, 4/3. Axel Bóasson þekkir það að vinna Íslandsmót.mynd/seth@golf.is Hákon Örn, sem keppir fyrir GR, vann Guðmund Ágúst Kristjánsson í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á 18. holu en Hákon hafði einnar holu forskot fyrir hana og varði það. Hakon fyrir sigri https://t.co/dNgjJOp6Hh— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 GK-ingurinn Axel, sem vann mótið árið 2015, hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í undanúrslitunum, 2/1. Úrslitaleikirnir hefjast núna rétt eftir hádegi og einnig verður leikið um 3. sæti.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira