Kína sakar Indland um að egna til átaka viljandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 13:48 Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. Getty/Roman Baldandin Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kína hefur sakað Indverska herinn um að hafa egnt viljandi til átaka á landamærum ríkjanna á mánudag þegar minnst tuttugu indverskir hermenn létust. Þetta er fyrsta opinbera yfirlýsing kínverskra stjórnvalda eftir að til átaka kom á landamærum ríkjanna í Kasmír héraði. Lijian Zhao, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að indverskar hersveitir hafi farið yfir landamærin inn á kínverskt yfirráðasvæði og lagt til atlögu sem hafi verið upptök átakanna. Hann greindi þó ekki frá því hvort hersveitir Kína hafi orðið fyrir manntjóni. Á föstudag greindi forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, frá því að kínverskir hermenn hafi farið yfir á yfirráðasvæði Indlands en að ekkert indverskt svæði hafi verið hertekið. Þá hét hann því að Indland myndi vernda landamæri sín með valdi ef til þess kæmi. Zhao fjallaði um það í nokkrum tístum að Galwan dalurinn, þar sem átökin brutust út, væri Kína megin á landamærunum. Landamærin eru illa aðgreind milli ríkjanna og hafa verið nokkrar deilur um hvar landamærin liggja. Þá sagði hann að átökin hafi brotist út eftir að spenna milli ríkjanna hafi minnkað í kjölfar þess að Indverski herinn braut niður byggingar sem byggðar hafi verið á yfirráðasvæði Kína í maí. „Hersveitir Indlands réðust á kínverska hermenn sem fóru á staðinn til að hefja viðræður og brutust í kjölfarið út mikil átök sem enduðu í mannfalli,“ skrifaði Zhao á Twitter.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57
Minnst tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum við Kínverja Yfirvöld Indlands segja átökin vera Kínverjum að kenna en þau eru þau mannskæðustu á landamærunum í áratugi og spennan þar hefur magnast til muna að undanförnu. Kína segir atvikið Indverjum að kenna. 16. júní 2020 17:39