Skoðuðu í þrígang hvort Peter Madsen tengdist morðinu á Emilie Meng Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 10:02 Emilie Meng hvarf árið 2016. Lík hennar fannst á aðfangadag, fimm mánuðum síðar. Vísir/EPA Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. Madsen var árið 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Bókin kemur út þann 23. júní og segir frá máli Emilie Meng. Emilie var aðeins sautján ára þegar hún hvarf í Korsør þann 10. júlí árið 2016. Lík hennar fannst í stöðuvatni á aðfangadag sama ár þegar maður kom auga á það eftir að hundur hans byrjaði að haga sér undarlega. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Blaðamennirnir Bo Norström Weile og Jesper Vestergaard Larsen fara yfir málið í bókinni og fjalla um þá sem grunaðir voru um morðið. Nokkrir heimildarmenn þeirra staðfesta að möguleg tengsl Madsen við málið hafi verið skoðuð eftir að hann var handtekinn. Hvarf Emilie Meng vakti mikinn óhug á sínum tíma, en hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør vestast á Sjálandi snemma morguns þann 10. júlí 2016. Þær höfðu verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Þegar Emilie kvaddi vinkonur sínar voru þær á leið í leigubíl heim en hún sjálf hafði ákveðið að ganga um fjögurra kílómetra leið til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert spurðist svo til hennar fyrr en líkið fannst um fimm mánuðum seinna. Lögreglumenn hérlendis sem rannsökuðu mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málanna og fylgdist lögreglan í Danmörku sömuleiðis með rannsókninni hér á landi. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Morðið á Kim Wall Danmörk Tengdar fréttir Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25 Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. Madsen var árið 2018 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Bókin kemur út þann 23. júní og segir frá máli Emilie Meng. Emilie var aðeins sautján ára þegar hún hvarf í Korsør þann 10. júlí árið 2016. Lík hennar fannst í stöðuvatni á aðfangadag sama ár þegar maður kom auga á það eftir að hundur hans byrjaði að haga sér undarlega. Málið hefur ekki enn verið upplýst. Blaðamennirnir Bo Norström Weile og Jesper Vestergaard Larsen fara yfir málið í bókinni og fjalla um þá sem grunaðir voru um morðið. Nokkrir heimildarmenn þeirra staðfesta að möguleg tengsl Madsen við málið hafi verið skoðuð eftir að hann var handtekinn. Hvarf Emilie Meng vakti mikinn óhug á sínum tíma, en hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør vestast á Sjálandi snemma morguns þann 10. júlí 2016. Þær höfðu verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Þegar Emilie kvaddi vinkonur sínar voru þær á leið í leigubíl heim en hún sjálf hafði ákveðið að ganga um fjögurra kílómetra leið til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert spurðist svo til hennar fyrr en líkið fannst um fimm mánuðum seinna. Lögreglumenn hérlendis sem rannsökuðu mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málanna og fylgdist lögreglan í Danmörku sömuleiðis með rannsókninni hér á landi. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust.
Morðið á Kim Wall Danmörk Tengdar fréttir Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25 Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Morðingi Kim Wall giftist blaðakonu Peter Madsen, danskur uppfinningamaður sem árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, er genginn í hjónaband. 13. janúar 2020 10:25
Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag. 22. desember 2018 15:23