Fáránleg úrslit í Rússlandi: Lið Björns í sóttkví en neytt til að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 23:00 Björn Bergmann Sigurðarson í gulum búningi Rostov. VÍSIR/GETTY Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið. Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið.
Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira