Menning

Menningar­nótt verður að tíu daga há­tíð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Menningarnótt á síðasta ári.
Frá Menningarnótt á síðasta ári. Reykjavíkurborg

Menningarnótt í Reyjavík mun dreifast yfir tíu daga í ár og fara fram dagana 13. til 23. ágúst. Ákveðið var að hafa hátíðina með breyttu sniði í ár til að stefna ekki of miklum mannfjölda saman í samræmi við tilmæli almannavarna vegna Covid-19 ástandsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, en nú er auglýst eftir frumlegum hugmyndum til að fylla inn í nýstárlegt viðburðalandslag Menningarnætur 2020.

„Veittir verða styrkir á bilinu 100.000-500.000 krónur. Listafólk, íbúar, rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt um styrki. Allt er þetta gert til að lífga upp á miðborgina í nafni menningarnætur, þessari þátttökuhátíð sem borgarbúar skapa og upplifa saman,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×