Fréttamenn CNN lýsa óþægilegri veiruskimun og troðfullum veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2020 10:38 Barir og veitingastaðir hafa verið þéttsetnir á góðviðrisdögum það sem af er sumri, þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. Vísir/Vilhelm „Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ísland er nú eins og kórónuveiran hafi aldrei borist þangað.“ Svo hljóðar fyrirsögnin á langri og ítarlegri umfjöllun fréttamanna CNN, sem dvöldu hér á landi í vikunni og tóku viðtöl við landsmenn um kórónuveirufaraldurinn. „Barirnir og veitingastaðirnir eru fullir. Fólk er úti að njóta lífsins. Mögnuð jarðfræðileg undur eru galopin ferðamönnum. Það væri hægt að fyrirgefa hverjum þeim sem heimsækir Ísland núna fyrir að halda að hann sé kominn inn í hliðstæðan raunveruleika þar sem faraldur kórónuveiru varð aldrei,“ segir í fréttinni. Fréttamenn CNN komu hingað til lands strax og ferðamönnum var hleypt inn í landið á mánudag án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komu. CNN-hópurinn fór þannig í gegnum veiruskimun á landamærunum, sem einmitt er tekin til umfjöllunar í greininni. „Þetta [skimunin] getur verið óþægileg reynsla. Hún er fólgin í því að vera skipað inn í bás þar sem tvær manneskjur, klæddar frá toppi til táar í hlífðarbúnað, nota löng plastprik til að pota mun dýpra en viðbúið var til að taka sýni.“ Þá er rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar sem furðar sig á því að önnur lönd skuli ekki hafa tekið upp íslensku leiðina, þ.e. að skima skipulega og beita sóttkví líkt og Íslendingar hafa gert með góðum árangri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir jafnframt í samtali við CNN að krafan um að opna landið á ný hafi verið hávær. „Þetta snýst ekki bara um efnahagslífið, þetta snýst líka um að við erum eyja og á þessum tímum, bara það að ganga að hefðbundnum samgöngum milli landa er nauðsynlegur þáttur,“ segir Katrín. Umfjöllun CNN, bæði í riti og á myndbandi, má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31 Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30 Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku. 18. júní 2020 22:31
Fréttamaður CNN dýrkar dvölina á Íslandi Max Foster, fréttamaður CNN, kom á dögunum til landsins til að flytja fréttir af stöðunni hér á landi í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. júní 2020 15:30
Eitt nýtt smit en virkum smitum fækkar Virk kórónuveirusmit eru nú fimm hér á landi. 18. júní 2020 13:34