Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. júní 2020 11:07 Gústi bakari fyrir utan Kaffi Rauðku ásamt samstarfsfélögum sínum, Helga Svavari og Steffí. Laufey Elíasdóttir Ágúst Einþórssson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Við tókum eftir því á samfélagsmiðlum að hann væri að bralla eitthvað nýtt og ákváðum því að slá á þráðinn og forvitnast aðeins. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. Hvaða ævintýri ertu að fara út í núna? „Heyrðu, ég er kominn í mega spennandi verkefni sem verður stutt sumarstopp á Siglufirði. Ég verð að reka veitinga- og tónleikastað með vinum mínum og krúsídúllunum Helga Svavari, trommara/Bykokalli og Stefaníu Thors, kvikmyndaklippara“. Helgi heyrði í mér á föstudegi og tékkaði hvað planið væri hjá mér í sumar og spurði mig hvort að ég kynni að baka pizzu. Það var lítið planað annað en að ferðast um landið og springa mikið úr hlátri og jú, ég ætti nú að geta bakað pizzu. „Hann bauð mér að koma með sér og Steffí á Sigló að baka pizzur og halda fullt af tónleikum. Hann lofaði sól og mikilli gleði. Ég gekk frá praktískum hlutum og flaug svo á Akureyri miðvikudaginn eftir og brunaði þaðan á Siglufjörð“. Gústi segist vel geta hugsað sér að eiga heima á Siglufirði yfir sumartímann og segir hann staðinn fullan af skemmtilegu og jákvæðu fólki. Aðsend mynd Gústi segir því aðdragandann hafa verið mjög stuttan og hugmynda- og þróunarvinnan sé í raun ennþá í gangi og það fæðist eitthvað nýtt á hverjum degi. Það eina sem við lögðum upp með í þessu ferli er að skemmta okkur vel, það hefur heldur betur gengið. Pizzaævintýrið verður nýja síldarævintýrið Hvað heitir staðurinn og hvar eruði staðsett á Sigló? „Staðurinn er staðsettur við höfnina í stóru rauðu húsi sem ber nafnið Kaffi Rauðka. Þetta er bara einfalt, við erum að eldbaka pizzur, halda tónkeika og annað sem gleður okkur og ykkur auðvitað“. Helgi Svavar og Gústi bakari að prófa sig áfram með eldbakaðar súrdeigspizzur. Aðsend mynd Gústi segir að samstarfsmenn sínir séu búnir að vera að vinna hörðum höndum í því að bóka fólk á viðburði og er planið er að staðurinn breytist í tónleika- og viðburðastað á kvöldin. „Helgi og Steffí eru búin að vera gríðarlega dugleg að bóka gesti á viðburði. Ef ég á að nefna nokkra þá eru það Ásgeir Trausti, Helgi fokkíng Bjöss, Hjálmar, Dúndurfréttir, Kristján Jóhannsson, Bogomil og flís, Jónas Sig, Ari Eldjárn, Stjórnin og margir fleiri. Um helgina verða Símon Fknhndsm og Ivar Pétur úr Fm Belfast“. Kaffi Rauðka mun loka á kvöldin og þá tekur Partý Rauðka við á efri hæðinni. Markhópurinn er fólk sem er að ferðast um landið og springa úr hlátri „Okkar aðalfókus er að hafa gaman, þannig að okkar helsti markhópur eru klárlega Íslendingar sem eru á ferðinni um landið að springa úr hlátri“. Gústi segist vera búinn að ganga með þann draum í maganum lengi að gera súrdeigs pizzabotn og toppa hann með tómötum frá Sikiley. „Þetta eru pínulitlir tómatar með mjög þykku hýði. Þeir fá minna vatn en flestir tómatar þess vegna stækka þeir ekki mikið og hýðið verður mjög þykkt sem gerir þá alveg bilað bragðmikla. Ég er allavega að springa úr spennu að setja þá ofaná pizzabotninn minn.“ Kaffi Rauðka mun svo breytast í Partý Rauðku á kvöldin og verður boðið upp á fjöldan allan af listamönnum. Aðsend mynd Er stefnan tekin á það að flytja til Sigló? „Ég ætla ekki að útiloka neitt en ég leyfi mér að efast um að ég endi hérna á Siglufirði. En gæti vel hugsað mér að vera hér á sumrin. Það er gríðarlega mikið af góðu fólki hérna og allir rosalega jákvæðir og hressir, þetta verður næsta Síldarævintýri“. Hjúskaparstaðan góð og ástin í Reykjavík Svona í blálokin. Hver er svo hjúskaparstaða Gústa pizzubakara? Er ástin á Sigló? „Hjúskaparstaðan er bara góð. Hún Gunna mín er í Reykjavík en er strax komin með viðurnefnið Gunna-Gústa hérna á Sigló“. Ástin og lífið Fjallabyggð Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ágúst Einþórssson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Við tókum eftir því á samfélagsmiðlum að hann væri að bralla eitthvað nýtt og ákváðum því að slá á þráðinn og forvitnast aðeins. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. Hvaða ævintýri ertu að fara út í núna? „Heyrðu, ég er kominn í mega spennandi verkefni sem verður stutt sumarstopp á Siglufirði. Ég verð að reka veitinga- og tónleikastað með vinum mínum og krúsídúllunum Helga Svavari, trommara/Bykokalli og Stefaníu Thors, kvikmyndaklippara“. Helgi heyrði í mér á föstudegi og tékkaði hvað planið væri hjá mér í sumar og spurði mig hvort að ég kynni að baka pizzu. Það var lítið planað annað en að ferðast um landið og springa mikið úr hlátri og jú, ég ætti nú að geta bakað pizzu. „Hann bauð mér að koma með sér og Steffí á Sigló að baka pizzur og halda fullt af tónleikum. Hann lofaði sól og mikilli gleði. Ég gekk frá praktískum hlutum og flaug svo á Akureyri miðvikudaginn eftir og brunaði þaðan á Siglufjörð“. Gústi segist vel geta hugsað sér að eiga heima á Siglufirði yfir sumartímann og segir hann staðinn fullan af skemmtilegu og jákvæðu fólki. Aðsend mynd Gústi segir því aðdragandann hafa verið mjög stuttan og hugmynda- og þróunarvinnan sé í raun ennþá í gangi og það fæðist eitthvað nýtt á hverjum degi. Það eina sem við lögðum upp með í þessu ferli er að skemmta okkur vel, það hefur heldur betur gengið. Pizzaævintýrið verður nýja síldarævintýrið Hvað heitir staðurinn og hvar eruði staðsett á Sigló? „Staðurinn er staðsettur við höfnina í stóru rauðu húsi sem ber nafnið Kaffi Rauðka. Þetta er bara einfalt, við erum að eldbaka pizzur, halda tónkeika og annað sem gleður okkur og ykkur auðvitað“. Helgi Svavar og Gústi bakari að prófa sig áfram með eldbakaðar súrdeigspizzur. Aðsend mynd Gústi segir að samstarfsmenn sínir séu búnir að vera að vinna hörðum höndum í því að bóka fólk á viðburði og er planið er að staðurinn breytist í tónleika- og viðburðastað á kvöldin. „Helgi og Steffí eru búin að vera gríðarlega dugleg að bóka gesti á viðburði. Ef ég á að nefna nokkra þá eru það Ásgeir Trausti, Helgi fokkíng Bjöss, Hjálmar, Dúndurfréttir, Kristján Jóhannsson, Bogomil og flís, Jónas Sig, Ari Eldjárn, Stjórnin og margir fleiri. Um helgina verða Símon Fknhndsm og Ivar Pétur úr Fm Belfast“. Kaffi Rauðka mun loka á kvöldin og þá tekur Partý Rauðka við á efri hæðinni. Markhópurinn er fólk sem er að ferðast um landið og springa úr hlátri „Okkar aðalfókus er að hafa gaman, þannig að okkar helsti markhópur eru klárlega Íslendingar sem eru á ferðinni um landið að springa úr hlátri“. Gústi segist vera búinn að ganga með þann draum í maganum lengi að gera súrdeigs pizzabotn og toppa hann með tómötum frá Sikiley. „Þetta eru pínulitlir tómatar með mjög þykku hýði. Þeir fá minna vatn en flestir tómatar þess vegna stækka þeir ekki mikið og hýðið verður mjög þykkt sem gerir þá alveg bilað bragðmikla. Ég er allavega að springa úr spennu að setja þá ofaná pizzabotninn minn.“ Kaffi Rauðka mun svo breytast í Partý Rauðku á kvöldin og verður boðið upp á fjöldan allan af listamönnum. Aðsend mynd Er stefnan tekin á það að flytja til Sigló? „Ég ætla ekki að útiloka neitt en ég leyfi mér að efast um að ég endi hérna á Siglufirði. En gæti vel hugsað mér að vera hér á sumrin. Það er gríðarlega mikið af góðu fólki hérna og allir rosalega jákvæðir og hressir, þetta verður næsta Síldarævintýri“. Hjúskaparstaðan góð og ástin í Reykjavík Svona í blálokin. Hver er svo hjúskaparstaða Gústa pizzubakara? Er ástin á Sigló? „Hjúskaparstaðan er bara góð. Hún Gunna mín er í Reykjavík en er strax komin með viðurnefnið Gunna-Gústa hérna á Sigló“.
Ástin og lífið Fjallabyggð Tengdar fréttir Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00
Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18
Haltu mér, slepptu mér Flest höfum við heyrt af fólki sem nær aftur saman eftir fjölda ára í sundur. Fallegar ástarsögur þar sem ástin hefur legið í dvala og öðlast svo nýtt líf. Svo eru það hin samböndin. 14. júní 2020 21:32