Lögregla í Hníta-Rússlandi hefur handtekið helsta andstæðing Alexander Lúkasjenkó forseta, en forsetakosningar eru fyrirhugaðar í landinu í ágúst.
Viktor Babariko, 56 ára gamall bankamaður, var handtekinn vegna gruns um fjármálaglæpi, en hvítrússnesk yfirvöld hafa handtekið fjölda stjórnarandstæðinga síðustu misserin. Talsmaður yfirvalda saka Babariko um að vera í slagtogi við „rússneska strengjabrúðumeistara“ og hafa stundað ólöglegt athæfi.
Mörg hundruð manns hafa mótmælt handtökunum á götum höfuðborgarinnar Minsk.
Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta í landinu frá árinu 1994 og sækist nú eftir að stýra landinu sjötta kjörtímabilið.
Þrítugur sonur Babariko, Eduard, var einnig handtekinn í aðgerðum lögreglu, en hann hefur stýrt kosningabaráttu föður síns. Feðgarnir voru handteknir þegar þeir voru í þann mund að afhenda undirskriftir vegna framboðsins.
Babariko var einu sinni forstjóri Belgazprombank, hvíttrússnesks dótturfélags rússneska orkurisans Gazprom.