Kjartan: Réðum illa við boltann á grasinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júní 2020 22:00 Kjartan Stefánsson á hliðarlínunni. vísir/bára Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.” Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Fylkir vann góðan 3-1 útisigur á KR í Frostaskjólinu, í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Við fengum draumabyrjun. Við skoruðum á fyrstu mínútu og þetta var bara mjög góð byrjun, ” sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis sáttur um byrjun leiksins en Þórdís Elva Ágústsdóttir kom Fylki yfir á fyrstu mínútu. Sóknirnar hjá Fylki í leiknum voru mjög ákveðnar fram á við og þær voru ekkert mikið að halda boltanum bara til að halda honum. „Við ætluðum að sækja á þær með ákveðnum hætti og gerðum það svo sem. Það sem var kannski mesta brasið í þessum leik var að þetta fyrsti leikurinn okkar á grasi. Við erum ekkert á grasi og réðum bara illa við boltann.” Fylkir spilar vanalega á gervigrasi eins og helmingurinn af liðunum í Pepsi Max deild kvenna. Þetta var fyrsti leikur Fylkis á grasi í sumar og það fór ekki vel í þær. „Við réðum illa við boltann á grasinu. Mér fannst bæði lið vera svona í sömu stöðu hvað það varðar. Þó að KRingar hafi kannski verið í aðeins skárri stöðu hvað það varðaði.” Það hægðist dálítið á tempóinu undir lok leiksins og það sást á báðum liðum að það var þreyta. Fylkir náðu þó að nýta sín færi undir lok leiksins. „Það dróg af báðum liðum. Við vorum að missa einfalda bolta í gegnum okkur og þær líka. Við náðum sem betur fer bara að klára þennan leik.” Fylkir fær nýliðana úr Þrótti í næsta leik en ef þær vinna þann leik verða þær með 9 stig eftir 3 leiki. Kjartan ætlar samt ekki að vera of kokhraustur fyrir þeim leik. „Ég er nú aðeins búinn að horfa á Þrótt og þær líta bara mjög vel út. Það verður alveg erfiður leikur. Voru Valur ekki bara að vinna þær 2-1? Það verður líka brekka þar, við þurfum allavega að gíra okkur vel upp í þann leik. Það er stutt á milli leikja og ég gæti alveg trúað að þessi leikur myndi sitja aðeins í okkur. Gras og þreyta frá síðasta leik. Nú þurfum við að endurheimta orkuna vel fyrir næsta leik.”
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira