„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2020 07:00 Sýningin Næsta stopp í Ráðhúsinu er hluti af HönnunarMars 2020. Vísir/Vilhelm Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. Sýningin hefur nú þegar vakið mikla athygli. „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet,“ segir í kynningu HönnunarMars á verkefninu. Sýnt er hvernig Strætó og Borgarlína munu spila saman og hvaða áhrif sú uppbygging mun hafa á kerfi almenningssamgangna á svæðinu. Á sýningunni er upplýsingum um framtíðarskipan í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu miðlað. Þetta er fjölskylduvæn gagnvirk upplifunarsýning og gæti hentað fólki á öllum aldri. Næsta stopp er gagnvirk upplifunarsýning, tilvalin fyrir þá sem ætla að taka börnin með sér á HönnunarMars sýningar.Vísir/Vilhelm „Borgarlínan er notendavænt og öruggt samgöngukerfi almenningsvagna sem mun tengja allt höfuðborgarsvæðið saman með hröðum og tíðum ferðum. Samhliða verður þróað nýtt leiðanet almenningssamgangna á svæðinu sem mun tengjast Borgarlínu. Borgarlínuvagnarnir verða drifnir innlendum vistvænum orkugjöfum og munu því styðja við þróun höfuðborgarsvæðisins að kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og bættri lýðheilsu,“ segir um sýninguna. Borgarlínustöðvarnar verða lykilpunktar nýja samgöngunetsins og í kringum þær mun skapast aðstæður fyrir margvíslega verslun og þjónustu. Þar verður góð aðstaða fyrir hjól og hverskonar deilifarartæki sem auðvelda fólki síðasta spölinn að Borgarlínustöðinni. Frá sýningunni Næsta stopp sem opin er í Ráðhúsinu fram á miðvikudag.Vísir/Vilhelm HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun Borgarlína HönnunarMars Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. Sýningin hefur nú þegar vakið mikla athygli. „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet,“ segir í kynningu HönnunarMars á verkefninu. Sýnt er hvernig Strætó og Borgarlína munu spila saman og hvaða áhrif sú uppbygging mun hafa á kerfi almenningssamgangna á svæðinu. Á sýningunni er upplýsingum um framtíðarskipan í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu miðlað. Þetta er fjölskylduvæn gagnvirk upplifunarsýning og gæti hentað fólki á öllum aldri. Næsta stopp er gagnvirk upplifunarsýning, tilvalin fyrir þá sem ætla að taka börnin með sér á HönnunarMars sýningar.Vísir/Vilhelm „Borgarlínan er notendavænt og öruggt samgöngukerfi almenningsvagna sem mun tengja allt höfuðborgarsvæðið saman með hröðum og tíðum ferðum. Samhliða verður þróað nýtt leiðanet almenningssamgangna á svæðinu sem mun tengjast Borgarlínu. Borgarlínuvagnarnir verða drifnir innlendum vistvænum orkugjöfum og munu því styðja við þróun höfuðborgarsvæðisins að kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og bættri lýðheilsu,“ segir um sýninguna. Borgarlínustöðvarnar verða lykilpunktar nýja samgöngunetsins og í kringum þær mun skapast aðstæður fyrir margvíslega verslun og þjónustu. Þar verður góð aðstaða fyrir hjól og hverskonar deilifarartæki sem auðvelda fólki síðasta spölinn að Borgarlínustöðinni. Frá sýningunni Næsta stopp sem opin er í Ráðhúsinu fram á miðvikudag.Vísir/Vilhelm HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun Borgarlína HönnunarMars Tengdar fréttir Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Pappírsblóm Rúnu sýnd á HönnunarMars Í gær opnaði sýningin Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands. Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam sem gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heim, Comme des Garçons. 18. júní 2020 10:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
Fyrstu 25 stöðvar Borgarlínu kynntar til leiks Fyrsti áfangi Borgarlínu verður þrettán kílómetra langur og á honum verða 25 stöðvar samkvæmt fyrstu tillögum. 24. apríl 2020 16:23